Fréttir: desember 2015

23.12.2015 : Nýsköpunarsjóður námsmanna – umsóknarfrestur 10. febrúar 2016

Rannís auglýsir eftir umsóknum um styrki  í Nýsköpunarsjóð námsmanna. Markmið sjóðsins er að gefa háskólum, rannsóknarstofnunum og fyrirtækjum tækifæri til að ráða háskólanema í grunn- og meistaranámi í sumarvinnu við rannsóknar- og þróunarverkefni.  

Lesa meira

21.12.2015 : Íslenskukennsla fyrir útlendinga: Umsóknarfrestur er til 1. febrúar 2016

Rannís auglýsir eftir umsóknum um styrki til námskeiða í íslensku sem ekki eru hluti af almennu námi á grunn- eða framhaldsskólastigi. Mennta- og menningarmálaráðuneytið hefur úthlutað 120 milljónum króna í íslenskukennslu fyrir útlendinga fyrir árið 2016.

Lesa meira

21.12.2015 : Sumarnámskeið SEF: Umsóknarfrestur er til 1. febrúar 2016

Rannís auglýsir eftir umsóknum um styrki til sumarnámskeiða Samstarfsnefndar um endurmenntun framhaldsskólakennara (SEF).

Lesa meira
Undirskrift samnings við Máltæknisjóð

21.12.2015 : Styrkveiting úr Máltæknisjóði

Þann 15. desember skrifaði Dr. Jón Guðnason, lektor við Tækni- og verkfræðideild Háskólans í Reykjavík, undir samning við Rannís vegna styrks úr Máltæknisjóði. Sigurður Björnsson, sviðsstjóri Rannsókna- og nýsköpunarsviðs, skrifaði undir fyrir hönd Rannís.

Lesa meira

21.12.2015 : Stofnun Vilhjálms Stefánssonar og Háskóli Íslands með í tveim verkefnum í NordForsk

Þann 17. desember var tilkynnt um úthlutun til fjögurra rannsóknaverkefna í nýrri fimm ára Öndvegissetraáætlun Norræna rannsóknarsjóðsins um rannsóknir á norðurslóðum (NordForsk Nordic Centres of Excellence in Arctic Research).

Lesa meira
Merki Tækniþróunarsjóðs

16.12.2015 : Úthlutun Tækniþróunarsjóðs 15. desember 2015

Á fundi sínum 15. desember 2015 ákvað stjórn Tækniþróunarsjóðs að bjóða verkefnisstjórum eftirtalinna verkefna að ganga til samninga.

Lesa meira

15.12.2015 : Kynning á styrkjaáætlun NordForsk um samfélagslegt öryggi

Fimmtudaginn 17. desember kl. 11-12, mun Sóley Morthens kynna styrkjaáætlun NordForsk um samfélagslegt öryggi. Kynningin verður haldin í Háskóla Íslands, Gimli 102.

Lesa meira

11.12.2015 : Tilkynnt um nýja undiráætlun í NORFACE

NORFACE hefur sent út tilkynningu um að í janúar verði opnað fyrir umsóknir í nýja undiráætlun sem ber heitið Dynamics of Inequality Across the Life-course: structures and processes (DIAL).

Lesa meira

10.12.2015 : Tíu verkefni hljóta gæðaviðurkenningar Erasmus+

Gæðaviðurkenningar menntaáætlunar Evrópusambandsins voru veittar við hátíðlega athöfn í Ásmundarsafni þann 10. desember. Tíu verkefni, sem hafa verið styrkt af áætluninni, hljóta viðurkenningarnar í ár. Verkefnin eiga það sammerkt að hafa sýnt fram á nýsköpun og nýbreytni í menntun, stuðlað að þátttöku fjölbreyttra hagsmunahópa í alþjóðasamstarfi og haft áhrif á skólastarf einstakra stofnana sem og víðtækari áhrif í skólasamfélaginu. 

Lesa meira
Media lógó

10.12.2015 : Kvikmyndirnar Hrútar og Fúsi fá stóra dreifingarstyrki frá MEDIA áætlun ESB

Í síðustu úthlutun dreifingarstyrkja frá MEDIA áætluninni fengu tvær íslenskar kvikmyndir stóra styrki til sýninga í kvikmyndahúsum í Evrópu. Kvikmyndin Hrútar í leikstjórn Gríms Hákonarsonar fékk dreifingu til 25 landa að upphæð 445.400 evra og kvikmyndin Fúsi í leikstjórn Dags Kára fékk dreifingarstyrki til 21 lands að upphæð 348.100 evra.

Lesa meira
Merki evrópska rannsóknaráðsins

8.12.2015 : Styrkir til ungra vísindamanna í Evrópu 2016

Evrópska rannsóknaráðið birti nýverið tölur um skiptingu umsókna í styrkjaflokki sem ætlað er að aðstoða unga vísindamenn í Evrópu á fyrstu árum rannsóknaferilsins. Alls bárust 2.935 umsóknir sem er 0,5% aukning frá fyrra ári.

Lesa meira

7.12.2015 : Menntaáætlun Nordplus 2016: Auglýst eftir styrkumsóknum til menntasamvinnu á Norðurlöndum og Eystrasaltslöndum

Nordplus, menntaáætlun Norrænu ráðherranefndarinnar, býður kennurum og öðrum sem starfa við menntamál að sækja um styrki í áætlunina. Heildarupphæð styrkja til úthlutunar er um 9 milljónir evra (tæplega 1,4 milljarður íslenskra króna). Umsóknarfrestur er 1. mars 2016.

Lesa meira
Boðskort aðventuhátíð 10. desember 2015.

3.12.2015 : Aðventuhátíð í tilefni af 10 ára afmæli eTwinning og Europass

Rannís býður þér til aðventuhátíðar fimmtudaginn 10. desember frá kl. 16:30 í Ásmundarsafni við Sigtún í tilefni af 10 ára afmæli eTwinning og Europass, þar sem veittar verða gæðaviðurkenningar fyrir framúrskarandi Evrópuverkefni.

Lesa meira

3.12.2015 : Kynningarfundur um rannsóknaáherslur í upplýsingatækni í Horizon 2020

Föstudaginn 11. desember stendur Rannís fyrir kynningarfundi um upplýsingastækniáætlun Horizon 2020 ( LEIT – Information and Communication Technologies). Fundurinn verður haldinn hjá Rannís, Borgartúni 30, fundarsalur á 6. hæð kl. 9:00-11:00.

Lesa meira

Þetta vefsvæði byggir á Eplica