Fréttir: mars 2015

30.3.2015 : Auglýst er eftir umsóknum um styrki úr Rannsóknasjóði Sigrúnar Ástrósar Sigurðardóttur og Haralds Sigurðssonar

Umsóknarfrestur er til kl.16:00, 12. maí 2015. Markmið sjóðsins er að veita styrki til eflingar rannsókna á korta- og landfræðisögu Íslands og íslenskri bókfræði og stuðla að útgáfu rita um þau efni.

Lesa meira

30.3.2015 : Auglýst eftir umsóknum um styrki úr vinnustaðanámssjóði

Næsti umsóknarfrestur er til 11. maí kl. 17:00. Sjóðurinn veitir styrki til fyrirtækja og stofnana vegna vinnustaðanáms og starfsþjálfunar sem er skilgreindur hluti af starfsnámi samkvæmt aðalnámskrá framhaldsskóla.

Lesa meira

30.3.2015 : Tónlistarsjóður auglýsir eftir styrkumsóknum

Tónlistarsjóður auglýsir eftir styrkumsóknum til verkefna sem efnt verður til á tímabilinu 1. júlí til 31. desember 2015. Umsóknarfrestur er til 15. maí kl. 17:00

Lesa meira

30.3.2015 : Stefnumótun Rannsóknasjóðs

Áhugasamir geta enn tekið þátt í opnu samráði vegna stefnumótunar Rannsóknasjóðs og er opið fyrir athugasemdir til 13. apríl.

Lesa meira

27.3.2015 : Starfslaunasjóður sjálfstætt starfandi fræðimanna lýsir eftir umsóknum

Rannís auglýsir eftir umsóknum um styrki úr Starfslaunasjóði sjálfstætt starfandi fræðimanna. Umsóknarfrestur er til 29. apríl um starfslaun úr sjóðnum, sem veitt verða frá 1. júlí 2015.

Lesa meira

26.3.2015 : Úthlutun úr vinnustaðanámssjóði

Mennta- og menningarmálaráðuneytið hefur að tillögu stjórnar úthlutað styrkjum til vinnustaðanáms fyrir vorið 2015.

Lesa meira

26.3.2015 : Tungumálamiðstöðin í Graz auglýsir eftir umsóknum

Auglýst er eftir umsóknum um verkefni í nýja áætlun tungumálamiðstövarinnar í Graz. Umsóknarfrestur er til 1. maí nk.

Lesa meira

24.3.2015 : Rannsóknasjóður boðar til opins stefnumótunarfundar

Boðað er til opins stefnumótunarfundar Rannsóknasjóðs föstudaginn 27. mars frá 13:30-16:30 á Hótel Natura.

Lesa meira

20.3.2015 : Nýsköpunarþing 2015 - Frá frumkvöðli til alþjóðamarkaðar

Nýsköpunarþing Rannís, Nýsköpunarmiðstöðvar Íslands, Íslandsstofu og Nýsköpunarsjóðs verður fimmtudaginn 9. apríl 2015, kl. 8:30-11:00 á Grand hótel Reykjavík. Húsið opnar kl. 8:00 með morgunverði. Nýsköpunarverðlaun Íslands 2015 verða afhent á þinginu.

Lesa meira

17.3.2015 : Tækifæri og styrkir í Evrópusamstarfi - Kynningarfundur á Egilsstöðum 24. mars

Kynning á Erasmus+ menntaáætlun ESB og Creative Europe menningaráætlun ESB á Austurbrú Tjarnarbraut 39 e Egilsstöðum 24. mars 2015 kl. 09:00-12.00. Skráning

Lesa meira

12.3.2015 : Auglýst er eftir umsóknum í Æskulýðssjóð

Rannís auglýsir eftir umsóknum um styrki úr Æskulýðssjóði, vegna annarrar úthlutunar 2015. Umsóknarfrestur er til 1. apríl kl. 17:00 og skal skila umsóknum á rafrænu formi.

Lesa meira

10.3.2015 : Möguleikar á rannsóknarstyrkjum í Bandaríkjunum

Þriðjudaginn 24. mars kl 9:00-12:30 stendur Rannís fyrir námskeiði um möguleika á rannsóknarstyrkjum í Bandaríkjunum. Kynningin verður haldin á Hótel Sögu. Leiðbeinandi á námskeiðinu er Bandaríkjamaðurinn Robert Porter, PhD.

Lesa meira

6.3.2015 : Hvað er vísindafólk að rannsaka?

Fimmtudaginn 12. mars kl. 14-17 verður opinn kynning á Rannsóknasjóði, úthlutun hans og fjölbreyttum verkefnum sem sjóðurinn styrkir. Kynningin verður haldin á Hótel Sögu, 2. hæð.

Lesa meira

6.3.2015 : Einstaklega góður árangur á fyrsta ári nýrrar Creative Europe/MEDIA áætlunarinnar

Úthlutað hefur verið um 77 milljónum króna til 21 verkefnis úr kvikmyndahluta menningaráætlunar ESB.

Lesa meira

5.3.2015 : Morgunverðarfundur á RISE hluta Marie Curie áætlunar Horizon 2020

Í því skyni að styðja við og aðstoða íslenskar stofnanir og fyrirtæki sem hafa áhuga á að sækja um í Mannauðsáætlunina Marie Skłodowska Curie stendur Rannís fyrir morgunverðarfundi föstudaginn 27. mars nk.

Lesa meira

3.3.2015 : Fyrsta úthlutun úr Æskulýðssjóði 2015

Stjórn Æskulýðssjóðs hefur úthlutað til sjö verkefna alls 1.850 þúsund króna í fyrstu úthlutun sjóðsins fyrir árið 2015. Alls sóttu 38 aðilar um styrk að upphæð 19,3 milljónir.

Lesa meira

2.3.2015 : Kynning á Innviðasjóði

Rannís býður til kynningar á tækifærum og styrkjum úr Innviðasjóði, föstudaginn 6. mars kl. 14-15 í Norræna húsinu.

Lesa meira

2.3.2015 : Innviðasjóður - umsóknarfrestur til 1. apríl

Rannís lýsir eftir umsóknum um styrki úr Innviðasjóði.
Lesa meira

Þetta vefsvæði byggir á Eplica