Fréttir: mars 2016

31.3.2016 : 26 ný COST verkefni hafa verið samþykkt

Tilgangur COST verkefna er að byggja upp samstarfsnet rannsakenda í Evrópu á ákveðnum rannsóknasviðum. Þátttakendur í COST verkefnum skiptast á reynslu og niðurstöðum í gegnum fundi og ráðstefnur, vinnustofur og heimsóknir. 

Lesa meira

22.3.2016 : Úthlutun úr Nýsköpunarsjóði námsmanna 2016

Stjórn Nýsköpunarsjóðs námsmanna hefur lokið úthlutun fyrir sumarið 2016. Nýsköpunarsjóði námsmanna bárust alls 254 umsóknir í ár fyrir 377 háskólanema. Umsóknarfrestur rann út 10. febrúar síðastliðinn. Alls var sótt um rúmlega 250 milljónir króna eða laun í 1074 mannmánuði.

Lesa meira

21.3.2016 : Úthlutun úr Rannsóknasjóði styrkárið 2016

Stjórn Rannsóknasjóðs hefur lokið við úthlutun til nýrra rannsókna­verkefna fyrir árið 2016. Alls barst 291 gild umsókn í Rannsókna­sjóð að þessu sinni og voru 72 þeirra styrktar eða 25% umsókna.

Lesa meira

21.3.2016 : Innviðasjóður - umsóknarfrestur er til 2. maí

Rannís auglýsir eftir umsóknum um styrki úr Innviðasjóði, en hlutverk sjóðsins er að byggja upp rannsóknainnviði á Íslandi.

Lesa meira

21.3.2016 : Námskeið um fjármál og uppgjörsreglur í Horizon 2020 rannsókna- og nýsköpunaráætlun ESB

Þriðjudaginn 12. apríl nk. stendur Rannís fyrir heilsdags námskeiði um fjármál og uppgjörsreglur í Horizon 2020. Leiðbeinendur koma frá framkvæmdastjórn Evrópusambandsins, Carmen Madrigal frá Common Legal Support Service og Gheorghe Bancos, endurskoðandi frá Common Audit Service.

Lesa meira

17.3.2016 : Upplýsingastofa Creative Europe boðar til kynningar­fundar um gerð styrk­umsókna til evrópskra bókmennta­þýðinga

Umsóknarfrestur um styrki til evrópskra bókmenntaþýðinga rennur út 27. apríl 2016. Boðað er til kynningarfundar þann 6. apríl nk. að Borgartúni 30, 3. hæð kl. 9:00-10:00.

Lesa meira

17.3.2016 : Skrifstofa IASC flytur til Akureyrar

Alþjóðlega norður­skauts­vísindanefndin (IASC) samþykkti samhljóða á fundi sínum í Fairbanks í Alaska þ. 14. mars sl. boð frá Rannís um að skrifstofa nefndarinnar flytjist til Akureyrar frá Potsdam í Þýskalandi um næstu áramót. Ríkisstjórn Íslands ákvað um miðjan febrúar, að tillögu forsætisráðherra, að veita fjármagni til reksturs hennar til næstu 5 ára. 

Lesa meira
Hr Sólin

15.3.2016 : Alþjóðadagur háskóla

Alþjóðadagur háskóla verður haldinn í Háskólanum í Reykjavík, stofu V206, föstudaginn 18. mars kl. 10:00 til 13:30 undir yfirskriftinni Stúdentar og alþjóðasamstarf - hindranir og hæfni. Að alþjóða­deginum standa Rannís og Lands­samtök íslenskra stúdenta (LÍS). 

Lesa meira

11.3.2016 : Námskeið í gerð umsókna í Horizon 2020 rannsókna- og nýsköpunaráætlun ESB

Dagana 6. - 7. apríl nk. stendur Rannís fyrir tveimur hálfsdags námskeiðum í gerð umsókna fyrir Horizon 2020. Annars vegar almennt námskeið þar sem fjallað verður um hvernig eigi að skrifa góða styrkumsókn og hins vegar verður sértækara námskeið þar sem áhrifa­hluti (Impact) umsóknaskrifanna er tekinn sérstaklega fyrir. Leiðbeinandi er Dr. Sean McCarthy frá Hyperion Ltd. á Írlandi sem er einn eftirsóttasti ráðgjafinn á þessu sviði í Evrópu.

Lesa meira

8.3.2016 : Niðurstöður um eftirfylgni með gæðaúttektum á Háskólanum á Bifröst og Háskólanum á Hólum

Gæðaráð íslenskra háskóla sem er skipað fimm erlendum sérfræðingum og starfar fyrir mennta- og menningar­málaráðu­neytið á grundvelli laga um háskóla nr. 63/2006, hefur í formi skýrslna lokið eftirfylgni með gæða­úttektum á Háskólanum á Bifröst og Háskólanum á Hólum. 

Lesa meira

7.3.2016 : Auglýst eftir umsóknum í Æskulýðssjóð

Rannís auglýsir eftir umsóknum um styrki úr Æskulýðssjóði. Umsóknarfrestur er til 15. mars 2016 kl. 17:00.

Lesa meira

7.3.2016 : Ný stjórn Starfslaunasjóðs sjálfstætt starfandi fræðimanna

Mennta- og menningarmálaráðherra hefur skipað nýja stjórn Starfslaunasjóðs sjálfstætt starfandi fræðimanna, sbr. ákvæði 3. gr. reglugerðar nr. 25/2013 um sjóðinn.

Lesa meira

4.3.2016 : Hvernig verður hugmynd að fjölþjóðlegu verkefni?

Senn líður að næsta umsóknarfresti hjá Erasmus+ mennta- og æskulýðsáætlun ESB en umsóknarfrestur um fjölþjóðleg samstarfsverkefni (Strategic Partnership) er fimmtudaginn 31. mars 2016 klukkan 10:00 árdegis.

Lesa meira

Þetta vefsvæði byggir á Eplica