Nýsköpunarverðlaun forseta Íslands voru afhent við hátíðlega athöfn á Bessastöðum í dag.
Lesa meira
Íþróttanefnd bárust alls 132 umsóknir að upphæð rúmlega 149 m. kr. um styrki úr Íþróttasjóði vegna ársins 2016. Umsóknir voru 132 og fengu í heild 73 aðilar 15,5 milljónir.
Fimmtudaginn 28. janúar nk. munu fulltrúar evrópskra samstarfsáætlana og þjónustuskrifstofa kynna styrkja- og samstarfsmöguleika í Evrópusamstarfi. Kynningin verður haldin kl. 11:00-13:00 í Háskólanum í Reykjavík, í miðrými sem kallað er Sól, og kl. 14:30-16:30 í Háskóla Íslands, á Háskólatorgi.
Lesa meira
Opnað hefur verið fyrir umsóknir hjá NOS-HS vegna styrkja til að halda vinnusmiðjur (workshops). Umsóknarfrestur er til 23. febrúar.
Lesa meira
Stjórn Æskulýðssjóðs hefur úthlutað til fjögurra verkefna alls 1.800 þúsund króna í fjórðu úthlutun sjóðsins fyrir árið 2015. Alls bárust sjóðnum 12 umsóknir um styrk að upphæð rúmlega 20 milljónir króna.
Lesa meira
Opnað hefur verið fyrir umsóknir um norræna sóknarstyrki í öryggisáætlun Horizon 2020 . Umsóknarfrestur er til 11. mars 2016. Styrkirnir falla undir norræna rannsóknaráætlun umsamfélagslegt öryggi.
Lesa meira
NORFACE hefur opnað fyrir umsóknir í nýja undiráætlun sem ber heitið Dynamics of Inequality Across the Life-course: structures and processes (DIAL).
Lesa meira
Vakin er athygli á því að fjórða Norræna-kínverska norðurslóðaráðstefnan verður haldin við Norðurslóðamiðstöðina í Rovaniemi, Finnlandi, 6.-9. júní nk. Frestur til að senda inn ágrip að erindi á ráðstefnuna er 25. febrúar nk.
Lesa meira
Nýsköpunarverðlaun forseta Íslands verða afhent við hátíðlega athöfn á Bessastöðum, þriðjudaginn 26. janúar nk. Verðlaunin eru veitt þeim námsmönnum sem hafa unnið framúrskarandi starf við úrlausn verkefnis sem styrkt var af Nýsköpunarsjóði námsmanna sl. sumar.
Lesa meira
Mennta- og menningarmálaráðherra skipaði nú í janúar nýja stjórn Þróunarsjóðs námsgagna . Um er að ræða fimm manna stjórn sem skipuð er til fjögurra ára í senn.
Lesa meira
Mennta- og menningarmálaráðherra hefur samþykkt tillögu leiklistarráðs um styrki til atvinnuleikhópa fyrir árið 2016. Alls bárust 94 umsóknir frá 82 atvinnuleikhópum. Úthlutað var 88,5 milljónum króna til 19 verkefna.
Lesa meira
Marine Biotechnology ERA-net auglýsir eftir umsóknum á áherslusviðinu: Bioactive molecules from the marine environment – Biodiscovery. Frestur til að skila inn umsókn er til 16. mars 2016.
Lesa meira
Úthlutunarnefndir listamannalauna hafa lokið störfum vegna úthlutana listamannalauna árið 2016. Þær starfa skv. lögum (57/2009) og reglugerð (834/2009) um listamannalaun, þar sem kveðið er á um að allar umsóknir fái sanngjarna umfjöllun.
Lesa meira
Tafir hafa orðið á því að umsóknarferli fyrir styrki úr Vinnustaðanámssjóði hefjist en ástæðan er sú að um þessar mundir er unnið að breytingatillögum á verklags- og úthlutunarreglum fyrir sjóðinn. Markmið breytinganna er að lækka umsýslukostnað Vinnustaðanámssjóðs og að nýta þá fjármuni sem sparast í þágu styrkþega.
Lesa meira
Námskeið í gerð Nordplus umsókna verður haldið miðvikudaginn 13. janúar nk. kl. 15:30-17:00 í húsakynnum Rannís, Borgartúni 30. Námskeiðið er ókeypis en nauðsynlegt er að skrá sig .
Lesa meira
Fimmtudaginn 14. janúar stendur Rannís í samvinnu við NordForsk fyrir kynningarfundi um nýja rannsóknaráætlun, Solving the Nordic Gender Paradox: Gender Gaps in the Research and Innovation Area.
Lesa meira
NordForsk í samvinnu við Rannís og rannsóknarráðin í Finnlandi, Svíþjóð og Noregi auglýsa eftir umsóknum, fyrir Nordic Centres of Excellence, í nýja rannsóknaráætlun sem ber heitið Solving the Nordic Gender Paradox: Gender Gaps in the Research and Innovation Area.
Lesa meira
Rannsóknaráætlun Evrópusambandsins, Horizon 2020, hefur veitt styrk upp á tæpar tuttugu milljónir evra til rannsókna og þróunar við jarðhitanýtingu á Reykjanesi og í suðurhluta Frakklands.
Lesa meirajan., feb., mar., apr., maí, jún., júl., ágú., sep., okt., nóv., des.
jan., feb., mar., apr., maí, jún., júl., ágú., sep., okt., nóv., des.
jan., feb., mar., apr., maí, jún., júl., ágú., sep., okt., nóv., des.
jan., feb., mar., apr., maí, jún., júl., ágú., sep., okt., nóv., des.
jan., feb., mar., apr., maí, jún., júl., ágú., sep., okt., nóv., des.