Fréttir: janúar 2016

26.1.2016 : Íþróttasjóður ríkisins, úthlutun vegna ársins 2016

Íþróttanefnd bárust alls 132 umsóknir að upphæð rúmlega 149 m. kr. um styrki úr Íþróttasjóði vegna ársins 2016. Umsóknir voru 132 og fengu í heild 73 aðilar 15,5 milljónir.

Lesa meira

25.1.2016 : Kynning á styrkja- og samstarfsmöguleikum í Evrópusamstarfi

Fimmtudaginn 28. janúar nk. munu fulltrúar evrópskra samstarfsáætlana og þjónustuskrifstofa kynna styrkja- og samstarfsmöguleika í Evrópusamstarfi. Kynningin verður haldin kl. 11:00-13:00 í Háskólanum í Reykjavík, í miðrými sem kallað er Sól, og kl. 14:30-16:30 í Háskóla Íslands, á Háskólatorgi.

Lesa meira

25.1.2016 : Styrkir til að halda norrænar vinnusmiðjur í hug- og félagsvísindum

Opnað hefur verið fyrir umsóknir hjá NOS-HS vegna styrkja til að halda vinnusmiðjur (workshops). Umsóknarfrestur er til 23. febrúar.

Lesa meira

25.1.2016 : Fjórða úthlutun Æskulýðssjóðs 2015

Stjórn Æskulýðssjóðs hefur úthlutað til fjögurra verkefna alls 1.800 þúsund króna í fjórðu úthlutun sjóðsins fyrir árið 2015. Alls bárust sjóðnum 12 umsóknir um styrk að upphæð rúmlega 20 milljónir króna.

Lesa meira

22.1.2016 : Opnað hefur verið fyrir umsóknir um norræna sóknarstyrki í öryggisáætlun Horizon 2020

Opnað hefur verið fyrir umsóknir um norræna sóknarstyrki í öryggisáætlun Horizon 2020 . Umsóknarfrestur er til 11. mars 2016. Styrkirnir falla undir  norræna rannsóknaráætlun umsamfélagslegt öryggi.

Lesa meira

21.1.2016 : Opnað fyrir umsóknir í nýja undiráætlun í NORFACE

NORFACE hefur opnað fyrir umsóknir í nýja undiráætlun sem ber heitið Dynamics of Inequality Across the Life-course: structures and processes (DIAL).

Lesa meira

20.1.2016 : Fjórða Norræna-kínverska norðurslóða­ráðstefnan

Vakin er athygli á því að fjórða Norræna-kínverska norðurslóðaráðstefnan verður haldin við Norðurslóðamiðstöðina í Rovaniemi, Finnlandi, 6.-9. júní nk. Frestur til að senda inn ágrip að erindi á ráðstefnuna er 25. febrúar nk.

Lesa meira

19.1.2016 : Nýsköpunarverðlaun forseta Íslands 2016

Nýsköpunarverðlaun forseta Íslands verða afhent við hátíðlega athöfn á Bessastöðum, þriðjudaginn 26. janúar nk. Verðlaunin eru veitt þeim námsmönnum sem hafa unnið framúrskarandi starf við úrlausn verkefnis sem styrkt var af Nýsköpunarsjóði námsmanna sl. sumar.

Lesa meira

18.1.2016 : Ný stjórn Þróunarsjóðs námsgagna skipuð

Mennta- og menningarmálaráðherra skipaði nú í janúar nýja stjórn Þróunarsjóðs námsgagna . Um er að ræða fimm manna stjórn sem skipuð er til fjögurra ára í senn.

Lesa meira

18.1.2016 : Úthlutun styrkja til atvinnuleikhópa 2016

Mennta- og menningarmálaráðherra hefur samþykkt tillögu leiklistarráðs um styrki til atvinnuleikhópa fyrir árið 2016. Alls bárust 94 umsóknir frá 82 atvinnuleikhópum. Úthlutað var 88,5 milljónum króna til 19 verkefna.

Lesa meira

11.1.2016 : Styrkir á sviði sjávarlíftækni

Marine Biotechnology ERA-net auglýsir eftir umsóknum á áherslusviðinu: Bioactive molecules from the marine environment – Biodiscovery. Frestur til að skila inn umsókn er til 16. mars 2016.

Lesa meira

7.1.2016 : Úthlutun listamannalauna árið 2016

Úthlutunarnefndir listamannalauna hafa lokið störfum vegna úthlutana listamannalauna árið 2016. Þær starfa skv. lögum (57/2009) og reglugerð (834/2009) um listamannalaun, þar sem kveðið er á um að allar umsóknir fái sanngjarna umfjöllun.

Lesa meira

7.1.2016 : Tafir á styrkumsóknum fyrir Vinnustaðanámssjóð

Tafir hafa orðið á því að umsóknarferli fyrir styrki úr Vinnustaðanámssjóði hefjist en ástæðan er sú að um þessar mundir er unnið að breytingatillögum á verklags- og úthlutunarreglum fyrir sjóðinn. Markmið breytinganna er að lækka umsýslukostnað Vinnustaðanámssjóðs og að nýta þá fjármuni sem sparast í þágu styrkþega.

Lesa meira

7.1.2016 : Námskeið í gerð Nordplus umsókna

Námskeið í gerð Nordplus umsókna verður haldið miðvikudaginn 13. janúar nk. kl. 15:30-17:00  í húsakynnum Rannís, Borgartúni 30. Námskeiðið er ókeypis en nauðsynlegt er að skrá sig .

Lesa meira

4.1.2016 : Kynningarfundur um nýja rannsóknaráætlun

Fimmtudaginn 14. janúar stendur Rannís í samvinnu við NordForsk fyrir kynningarfundi um nýja rannsóknaráætlun, Solving the Nordic Gender Paradox: Gender Gaps in the Research and Innovation Area.

Lesa meira

4.1.2016 : Auglýst eftir umsóknum í nýja rannsóknaráætlun

NordForsk í samvinnu við Rannís og rannsóknarráðin í Finnlandi, Svíþjóð og Noregi auglýsa eftir umsóknum, fyrir Nordic Centres of Excellence, í nýja rannsóknaráætlun sem ber heitið Solving the Nordic Gender Paradox: Gender Gaps in the Research and Innovation Area.

Lesa meira

4.1.2016 : Tæpar 20 milljónir evra til rannsókna og þróunar í tengslum við djúpborunarverkefni í jarðhita

Rannsóknaráætlun Evrópusambandsins, Horizon 2020, hefur veitt styrk upp á tæpar tuttugu milljónir evra til rannsókna og þróunar við jarðhitanýtingu á Reykjanesi og í suðurhluta Frakklands. 

Lesa meira









Þetta vefsvæði byggir á Eplica