Fréttir: 2016

21.12.2016 : Erasmus+ tengslaráðstefna á sviði starfsmenntunar á Spáni

Landskrifstofa Erasmus+ mennta- og æskulýðsáætlunar ESB á Íslandi auglýsir eftir þátttakendum á ráðstefnu á sviði starfsmenntunar sem ber heitið „Exchange of good practices to succeed in applications, project management and impact“. Ráðstefnan verður haldin í Zaragoza á Spáni 25. – 27. janúar nk. Áætlaður fjöldi þátttakenda er 100 manns, þar af eiga Íslendingar tvö sæti.

Lesa meira

20.12.2016 : Úthlutun úr vinnustaðanámssjóði 2016

Mennta- og menningarmálaráðuneytið hefur að tillögu stjórnar úthlutað styrkvilyrðum til vinnustaðanáms fyrir árið 2016.

Lesa meira

20.12.2016 : Rannís auglýsir eftir umsóknum um styrki úr Þróunarsjóði námsgagna

Hlutverk þróunarsjóðs námsgagna er að stuðla að nýsköpun, þróun, gerð og útgáfu námsgagna fyrir leik-, grunn- og framhaldsskóla í því markmiði að tryggja framboð og fjölbreytileika námsgagna í samræmi við þarfir nemenda og skóla.

Lesa meira
Merki Tækniþróunarsjóðs

19.12.2016 : Styrkúthlutun Tækniþróunarsjóðs haust 2016

StjórnTækniþróunarsjóðs ákvað á fundi sínum í dag að bjóða verkefnisstjórum 25 verkefna að ganga til samninga. Að þessu sinni er verið að bjóða allt að 450 milljónir króna sem fara til nýrra verkefna; níu verkefni í Sprota , fjórtán í Vöxt og tveir í Markaðsstyrki

Lesa meira

16.12.2016 : Tækniþróunarsjóður hefur opnað fyrir umsóknir í styrktarflokknum Hagnýt rannsóknarverkefni

Hagnýt rannsóknarverkefni hafa það að markmiði að afla nýrrar þekkingar og kunnáttu sem nýtist til að þróa nýjar vörur, verkferla eða þjónustu, eða til að koma í kring umtalsverðum endurbótum á eldri vörum, verkferlum eða þjónustu. Verkefnið þarf að vera með skýr og raunhæf markmið um hagnýtingu.

Lesa meira

13.12.2016 : Úthlutun úr Máltæknisjóði árið 2016

Stjórn Máltæknisjóðs ákvað á fundi sínum miðvikudaginn 23. nóvember sl. að leggja til við ráðherra að úthluta þremur verkefnum alls 29.180.000 kr. í úthlutun sjóðsins fyrir árið 2016. Alls bárust 6 umsóknir um styrk.

Lesa meira

13.12.2016 : Þriðja úthlutun úr Æskulýðssjóði árið 2016

Stjórn Æskulýðssjóðs ákvað á fundi sínum þriðjudaginn 8. nóvember 2016 að leggja til við ráðherra að úthluta tólf verkefnum alls 5.087.000 í þriðju og síðustu úthlutun sjóðsins fyrir árið 2016.

Lesa meira

12.12.2016 : Nýrri heimasíðu Euraxess á Íslandi hefur verið ýtt úr vör

Euraxess er alþjóðlegt samstarfsnet sem miðar að því að styðja við starfsþróun rannsakenda með því að auðvelda þeim að flytjast á milli landa. Euraxess er einnig vettvangur þar sem hægt er að leita eftir lausum rannsóknastöðum í yfir 40 löndum.

Lesa meira

12.12.2016 : Vel heppnaðar starfsmenntabúðir

Hópur áhugasamra kennara og starfsmanna í starfsmenntun og fullorðinsfræðslu tók þátt í Starfsmenntabúðum, sjá dagskrá í pdf (175 KB) sem haldnar voru þann 8. desember hjá Iðunni fræðslusetri. Að búðunum stóðu Rannís, Erasmus+ áætlunin, EPALE vefgátt í fullorðinsfræðslu, Iðan fræðslusetur og mennta- og menningar­málaráðuneytið.

Lesa meira

9.12.2016 : Sumar­námskeið SEF: Umsóknar­frestur er til 17. janúar 2017 kl. 17:00

Rannís auglýsir eftir umsóknum um styrki til sumarnámskeiða Samstarfsnefndar um endurmenntun framhaldsskólakennara (SEF).

Lesa meira

9.12.2016 : Nýsköpunarsjóður námsmanna – umsóknarfrestur 10. febrúar 2017 kl. 16:00

Rannís auglýsir eftir umsóknum um styrki í Nýsköpunarsjóð námsmanna. Markmið sjóðsins er að gefa háskólum, rannsóknar­stofnunum og fyrir­tækjum tækifæri til að ráða háskóla­nema í grunn- og meistara­námi í sumar­vinnu við rannsóknar- og þróunarverkefni.  

Lesa meira

5.12.2016 : Úthlutun Hljóðritasjóðs nóvember 2016

Hljóðritasjóður var settur á stofn hjá mennta- og menningar­mála­ráðu­neytinu þann 1. apríl sl. Rannís var falið að hafa umsjón með sjóðnum.

Lesa meira

5.12.2016 : Evrópsk vika starfsmenntunar

Vikan 5. – 9. desember er evrópsk vika starfsmenntunar. Heiti átaksins er „Discover your talent“ sem hefur það að markmiði að vekja athygli á starfsmenntun og fullorðinsfræðslu.

Lesa meira

1.12.2016 : Erasmus+ hádegisfundur um alþjóðastefnu starfsmenntaskóla

Verður haldinn 9. desember í húsnæði Rannís, 3. hæð Borgartúni 30.

Lesa meira

25.11.2016 : Sérfræðingur óskast í fullt starf hjá Rannís

Starfið felst í umsýslu samkeppnissjóða á vegum Rannís, einkum Tækniþróunarsjóðs auk annarra verkefna s.s. þátttöku í uppbyggingu upplýsingakerfis Rannís. 

Lesa meira

14.11.2016 : Ráðgjöf fyrir fólk með litla formlega menntun – norræn tengslaráðstefna á Íslandi

Norrænir aðilar í fullorðinsfræðslu funduðu þann 9. og 10. nóvember á Íslandi til þess að bera saman bækur sínar um hvernig hægt sé að vekja athygli fólks með litla formlega menntun á þeim tækifærum sem því bjóðast. #nordicguidance

Lesa meira

10.11.2016 : Fjárfestingarsjóður Evrópu og Arion banki undirrita 107 milljóna evra samning til að örva nýsköpun íslenskra fyrirtækja

Arion banki og Fjárfestingarsjóður Evrópu, EIF, hafa undirritað svonefndan InnovFin ábyrgðarsamning sem miðar að hagstæðum lánveitingum til lítilla og meðalsstórra fyrirtækja er hyggjast innleiða nýjungar í starfsemi sinni.

Lesa meira

10.11.2016 : Rannís auglýsir eftir umsóknum um sóknarstyrki til undirbúnings umsókna í alþjóðlega rannsóknasjóði

Stjórnir Rannsóknasjóðs og Tækniþróunarsjóðs hafa ákveðið að leggja til allt að 20 m.kr. á árinu 2016 til að styrkja undirbúning alþjóðlegs vísinda- og þróunarsamstarfs með íslenskri þátttöku.

Lesa meira

9.11.2016 : 25 ný COST verkefni hafa verið samþykkt

Opnað hefur verið fyrir þátttöku í samþykktum COST verkefnum .

Lesa meira

8.11.2016 : Starfsmenntabúðir fyrir leið­beinendur á sviði starfsmenntunar og fullorðinsfræðslu

 

Kennsluhættir breytast hratt og sjaldan hafa eins margar spennandi nýjungar verið í boði fyrir kennara og leiðbeinendur sem sjá um kennslu í starfsmenntun og fullorðinsfræðslu.

 

Lesa meira

8.11.2016 : Leikskólinn Holt hlýtur Evrópuverðlaun eTwinning

Verkefnið Read the World eða Lesum heiminn hlaut á dögunum sérstök Evrópuverðlaun sem afhent voru á fjölmennri verðlaunahátíð í Aþenu. Sigurbjört Kristjánsdóttir, deildarstjóri á Holti, tók við verðlaununum.

Lesa meira

4.11.2016 : Tilkynning um breytta innskráningu kerfa Erasmus+

Gerðar hafa verið breytingar á innskráningu inn í umsýslukerfi sem tengjast Erasmus+. Gamla kerfinu „ECAS“ var skipt út fyrir „EU login“.

Lesa meira

1.11.2016 : Rannís auglýsir eftir umsóknum um styrki til námskeiða í íslensku

Rannís auglýsir eftir umsóknum um styrki til námskeiða í íslensku sem ekki eru hluti af almennu námi á grunn- eða framhaldsskólastigi. Áformað er að verja allt að 120 m.kr. til íslenskukennslu útlendinga árið 2017*. Umsóknarfrestur er til 6. desember 2016 kl. 17:00.

Lesa meira

28.10.2016 : Námskeið í þróun hugmynda að samstarfsverkefnum þann 8. nóvember nk.

Skoski ráðgjafinn Paul Guest heldur þann 8. nóvember nk. námskeið fyrir umsækjendur samstarfsverkefna Erasmus+. Námskeiðið verður haldið í húsakynnum Rannís að Borgartúni 30 frá kl.13:00 - 17:00.

Lesa meira
Allen Pope

24.10.2016 : Dr. Allen Pope ráðinn framkvæmdastjóri IASC á Íslandi

Dr. Allen Pope er með doktorspróf og M.Phil. í heimskautafræðum (e. Polar studies) frá háskólanum í Cambridge þar sem hann rannsakaði jökla á norðurslóðum, m.a. á Suðurskautslandinu, Íslandi, Svalbarða, Svíþjóð, Alaska, Kanada og Nepal.

Lesa meira

24.10.2016 : Umsóknarfrestir fyrir menntahluta Erasmus+ 2017

Umsóknarfrestur Erasmus+ verkefna í flokknum Nám og þjálfun (KA1) er 2. febrúar 2017. Umsóknar­frestur fyrir Erasmus+ fjöl­þjóðleg samstarfs­verkefni (KA2) er 29. mars 2017.

Lesa meira

19.10.2016 : Auglýst eftir umsóknum í NOS-HS

NOS-HS býður upp á styrki til að standa straum af kostnaði vegna vinnusmiðja (workshops). Næsti umsóknarfrestur verður í mars 2017.

Lesa meira

18.10.2016 : Framúr­skarandi vettvangur skóla- og fræðslu­mála í Evrópu

Vefgátt skóla- og fræðslumála í Evrópu, School Education Gateway , var opnuð almenningi í febrúar 2015 og frá því í maí 2016 hafa rafræn námskeið fyrir kennara (Teacher Academy) verið þar í boði. Við formlega opnun vef­gáttar­innar, sem fram fer 19. október nk., mun framkvæmda­stjórn Evrópu­sambandsins beina sjónum sínum að málefnum tengdum kennara­starfinu og horfa fram á við, með það að markmiði að skoða hvernig hægt er að gera vefgáttina að framúr­skarandi vettvangi skóla- og fræðslu­mála í Evrópu.

Lesa meira

13.10.2016 : Undirritun íslenska hæfnirammans um menntun

Mennta- og menningarmálaráðuneyti, Alþýðusamband Íslands (ASÍ), Samtök atvinnulífsins (SA), BSRB, Kvasir, Leikn, Bandalag háskólamanna (BHM), Samtök íslenskra framhaldsskólanema (SÍF) og Landssamtök íslenskra stúdenta (LÍS) undirrituðu þann 12. október sl. yfirlýsingu um hæfniramma um íslenska menntun sem ætlað er að endurspegla stigvaxandi hæfnikröfur í formlegu og óformlegu námi á Íslandi. 

Lesa meira
logo COST

7.10.2016 : COST verkefni

Opnað hefur verið fyrir umsóknir til að leiða COST verkefni (COST action proposals). Umsóknarfrestur er 7. desember nk.

Lesa meira

4.10.2016 : Hornsteinn lagður að byggingu kínversk-íslensku rannsókna­stöðvarinnar um norðurljós

Þann 10. október 2016 munu Illugi Gunnarsson, mennta- og menningar-málaráðherra og Sun Shuxian, aðstoðarráðherra Hafmálastofnunar Kína leggja hornstein að byggingu kínversk-íslensku rannsóknastöðvarinnar um norðurljós í Þingeyjarsveit. 

Lesa meira
Hópmynd úr sal

4.10.2016 : Þátttaka Rannís í Hringborði norðurslóða

Á ráðstefnu Hringborðs norðurslóða (Arctic Circle) í Hörpu skipuleggur Rannís með erlendum samstarfsaðilum tvær málstofur um vísindi og vísindasamstarf.

Lesa meira
Mynd af verðlaunahöfum

29.9.2016 : 13 verkefni hljóta gæðamerki eTwinning

Verkefni sem ætlað er að vekja skapandi virkni barna og næmi fyrir þörfum annarra verðlaunað sérstaklega.

Lesa meira

27.9.2016 : 154 milljónir króna í skapandi skólastarf

Forsvarsmenn nýrra Erasmus+ samstarfsverkefna í leik-, grunn- og framhaldsskólum skrifuðu í dag undir samninga við Landskrifstofu Erasmus+ á Íslandi. 

Lesa meira

27.9.2016 : Styrkir úr Tónlistarsjóði 2017

Rannís auglýsir eftir styrkumsóknum úr Tónlistarsjóði til verkefna sem efnt verður til á tímabilinu 1. janúar til 1. júlí 2017.

Lesa meira

27.9.2016 : Námskeið fyrir náms- og starfsráðgjafa og alþjóðafulltrúa háskóla og framhaldsskóla

18. október kl. 12.30-15.30, í sal Samiðnar, Borgartúni 30, 6. hæð. Boðið verður upp á léttan hádegisverð og kaffi.

Lesa meira

23.9.2016 : Europa Nostra menningarverðlaun ESB – frestur til að sækja um fyrir verkefni er 1. október 2016

Arkitektar, handverksfólk, sérfræðingar á sviði menningararfleifðar, fagfólk, sjálfboðaliðar, stofnanir, og sveitarfélög! Nú er tækifæri til að vinna þessi mikilsvirtu verðlaun! Árið 2016 var Minjavernd á meðal vinningshafa og vann til verðlauna fyrir endurbyggingu Franska spítalans á Fáskrúðsfirði.

Lesa meira

22.9.2016 : Auglýst eftir umsóknum um styrki úr Æskulýðssjóði vegna þriðju úthlutunar 2016

Umsóknarfrestur er til 17. október kl. 17:00 og skal skila umsóknum á rafrænu formi.

Lesa meira

20.9.2016 : Tengslaráðstefna fyrir Erasmus+ skólaverkefni og samstarf skóla í Dublin á Írlandi

Landskrifstofa Erasmus+ mennta- og æskulýðsáætlunar ESB á Íslandi auglýsir eftir þátttakendum á tengslaráðstefnu fyrir skóla á grunn- og framhaldsskólastigi sem ber heitið „School Education: First steps to Erasmus+ and Partner Finding“. Ráðstefnan verður haldin í Dublin á Írlandi 14. - 16. nóvember. Áætlaður fjöldi þátttakenda er 40 manns, þar af eiga Íslendingar tvö sæti.

Lesa meira

19.9.2016 : Erasmus+ tengslaráðstefna á sviði fullorðinsfræðslu í Utrecht í Hollandi

Landskrifstofa Erasmus+ mennta- og æskulýðsáætlunar ESB á Íslandi auglýsir eftir þátttakendum á tengslaráðstefnu á sviði fullorðinsfræðslu sem ber yfirskriftina „E-government and social inclusion of low skilled adults“. Með „E-government“ er vísað til notkunar hvers kyns netmiðla í opinberri þjónustu.

Lesa meira

Þetta vefsvæði byggir á Eplica