Fréttir

17.11.2017 : Málstofa í tilefni Evrópsku starfs­mennta­vikunnar 2017

Þann 23. nóvember verður haldin spennandi málstofa um starfsmenntun í tilefni Evrópsku starfsmenntavikunnar 2017. Málstofan fer fram í IÐUNNI fræðslusetri, Vatnagörðum 20, Reykjavík frá kl. 15-17. 

Lesa meira
Fólk á fyrirlestri

17.11.2017 : Styrkir til að halda norrænar vinnu­smiðjur í hug- og félags­vísindum

Opnað verður fyrir umsóknir hjá NOS-HS 24. janúar 2018 vegna styrkja til að halda vinnusmiðjur (workshops).

Lesa meira

15.11.2017 : Hugbúnaðarsérfræðingur

Hugbúnaðarsérfræðingur óskast í fullt starf hjá Rannís. Starfið felst í verkefnastjórnun ásamt hugbúnaðargerð og umsjón með umsókna- og upplýsingakerfi fyrir Rannís.

Lesa meira

14.11.2017 : Ný Orkuáætlun Horizon2020, 2018-2020

Miðvikudaginn 29. nóvember stendur Rannís í samvinnu við GEORG og Iceland Geothermal fyrir kynningarfundi um nýja rannsóknaráætlun Horizon 2020 í orkumálum, „Secure, Clean and Efficient Energy“. Á fundinum verður farið yfir áætlunina í heild sinni með sérstakri áherslu á þátt jarðvarma. 

Lesa meira

10.11.2017 : Hljóðritasjóður seinni úthlutun 2017

Mennta- og menningarmálaráðherra hefur samþykkt tillögu stjórnar Hljóðritasjóðs um seinni úthlutun úr sjóðnum 2017.

Lesa meira

8.11.2017 : LungA hlýtur heiðurs­viður­kenningu Erasmus+

Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, veitti LungA – Listahátíð ungs fólks á Austurlandi, heiðursviðurkenningu við hátíðlega athöfn á afmælishátíð Erasmus+ sem fram fór í Hörpu í dag. Björt Sigfinnsdóttir, framkvæmdastjóri LungA, og Aðalheiður Borgþórsdóttir, einn af stofnendum LungA, tóku við viðurkenningunni.

Lesa meira

8.11.2017 : Er sjálfsmat ekki sjálfsagt? -málstofa um gott verklag við sjálfsmat á vegum ráð­gjafar­nefndar gæðaráðs

Ráðgjafarnefnd gæðaráðs býður til málstofu um gott verklag í sjálfsmati faglegra eininga. Út er komin handbók gæðaráðs um eflingu gæða í íslenskum háskólum. Fyrir liggur að á næstu árum muni háskólarnir takast á hendur ítarlegt sjálfsmat faglegra eininga sinna auk þess sem þeir fara í ytra mat.

Lesa meira

7.11.2017 : Úthlutun úr Mál­tækni­sjóði árið 2017

Stjórn Máltæknisjóðs ákvað á fundi sínum 24. október sl. að styrkja fjögur verkefni á sviði máltækni um alls 38.613.000 kr. í úthlutun sjóðsins fyrir árið 2017, en það er aukning um 10 millj. kr. frá síðasta styrkári. Alls bárust níu umsóknir um styrk.

Lesa meira

Þetta vefsvæði byggir á Eplica