Fréttir

20.9.2023 : Dulin virkni Eurovision

Síðasta Vísindakaffið þann 27. september verður tekin fyrir hin sívinsæla Eurovision keppni, en Baldur Þórhallsson prófessor við HÍ og Hera Melgar Aðalheiðardóttir MA í alþjóðasamskiptum, munu fjalla um dulda virkni Eurovision. Vísindakaffið er haldið í Bóksasamlaginu Skipholti 19 og hefst klukkan 20:00.

Lesa meira

19.9.2023 : Heilahreysti alla ævi: Hvað getur þú gert?

María Kristín Jónsdóttir taugasálfræðingur mun fjalla vítt og breitt um heilahreysti á Vísindakaffi Rannís þriðjudaginn 26. september kl. 20:00-21:30 á kaffihúsinu Bókasamlaginu Skipholti 19.

Lesa meira

19.9.2023 : Hvernig getum við eflt norrænan tungumálaskilning?

Í gær, mánudaginn 18. september, hófst ráðstefna á vegum Nordplus. Norræn tungumál verða í brennidepli á ráðstefnu sem haldin verður á vegum Nordplus, menntaáætlunar Norrænu ráðherranefndarinnar, 18.-20. september í Hveragerði. Þar munu leiða saman hesta sína fulltrúar allra sem starfa að miðlun og kennslu norrænna tungumála, en einnig þau sem leggja áherslu á rannsóknir og eflingu opinberra minnihlutatungumála á Norðurlöndunum, og er markmiðið að koma á fót samstarfsverkefnum milli landanna.

Lesa meira

18.9.2023 : Geta tölvur skapað? Spjall um skapandi gervigreind

Fyrsta Vísindakaffi Rannís verður tileinkað gervigreind en Þórhallur Magnússon rannsóknarprófessor við Listaháskóla Íslands mun fjalla um hana 25. september kl. 20:00-21:30 á kaffihúsinu Bókasamlaginu, Skipholti 19.

Lesa meira

15.9.2023 : Framlengdur umsóknarfrestur í Jules Verne, vísinda- og tæknisamstarf Íslands og Frakklands

Auglýst er eftir umsóknum um styrki til vísinda- og tæknisamstarfs milli íslenskra og franskra aðila á grundvelli Jules Verne samstarfssamningsins. Umsóknarfrestur hefur verið framlengdur til 1. október 2023. 

Lesa meira

15.9.2023 : Auglýst eftir umsóknum í Innviðasjóð

Hlutverk sjóðsins er uppbygging rannsóknainnviða á Íslandi.  Umsóknarfrestur rennur út þann 1. nóvember 2023, kl. 15:00.

Lesa meira

12.9.2023 : Nýtt myndband Creative Europe um þátttöku Íslands

Creative Europe kvikmynda og menningaráætlun ESB hefur gefið út myndband sem sýnir yfirlit kvikmynda og menningarverkefna áætlunarinnar með íslenskri þátttöku síðastliðin 7 ár. 

Lesa meira

12.9.2023 : Óskað eftir tilnefningum til viðurkenningar fyrir framúrskarandi vísindamiðlun

Viðurkenning Rannís fyrir vísindamiðlun verður veitt á Vísindavöku 2023 sem haldin verður í Laugardalshöll laugardaginn 30. september. Viðurkenningin verður afhent við opnun Vísindavöku kl. 13:00.

Lesa meira

Þetta vefsvæði byggir á Eplica