Fréttir

14.2.2025 : Framtíð evrópsk samstarfs í mótun: Samráð Evrópusambandsins við almenning opið til 7. maí

Nú stendur yfir undirbúningur næsta fjárhagstímabils Evrópusambandsins sem tekur við eftir 2027. Framkvæmdarstjórn Ursulu von der Leyen leggur áherslu á stefnumiðaða, einfaldaða og áhrifaríka nálgun og boðar til samtals við almenning um hvernig fjármununum sé best varið. 

Lesa meira

14.2.2025 : Starfslaunasjóður sjálfstætt starfandi fræðimanna auglýsir eftir umsóknum

Hlutverk sjóðsins er að styðja við starfsemi fræðimanna sem starfa sjálfstætt í sinni fræðigrein til ritunar efnis á íslensku. Umsóknarfrestur er 17. mars 2025, kl. 15:00.

Lesa meira

14.2.2025 : Upplýsingaveitan Eurodesk heldur upp á 35 ára afmæli sitt í ár!

Eurodesk gegnir lykilhlutverki við að tengja ungt fólk í Evrópu við alþjóðleg tækifæri til náms, skiptináms, starfsnáms, styrkja og annarra verkefna. Slík tækifæri bjóðast ekki síst gegnum Erasmus+ og European Solidarity Corps áætlanir ESB, en Ísland tekur þátt í þeim á grundvelli EES samningsins.

Lesa meira
ISS_24519_00123

13.2.2025 : Áframhaldandi aukning á útgjöldum til rannsókna og þróunarstarfs á Íslandi

Útgjöld til rannsókna og þróunar héldu áfram að aukast verulega á árinu 2023 og námu rúmlega 114 milljörðum króna. Frá árinu 2018 hafa útgjöld tvöfaldast og munar þar mest um aukin útgjöld fyrirtækja til rannsókna og þróunar, en þau hafa meira en tvöfaldast á fimm árum. Telja má víst að opinber stuðningur hafi hvetjandi áhrif, en styrkir til nýsköpunarfyrirtækja þrefölduðust frá 2018 til 2023.

Lesa meira

13.2.2025 : Norræna-kínverska norðurslóðaráðstefnan

Tíunda norræna-kínverska norðurslóðaráðstefnan verður haldin í Sjanghæ, Kína 23. - 24. apríl 2025. 

Lesa meira
Visindakako-Bokasafn-Hafnarfjardar_1739189251204

10.2.2025 : Vísindakakó fyrir forvitna krakka á Bókasafni Hafnarfjarðar 15. febrúar

Dr. Margrét Helga Ögmundsdóttir ræðir við gesti um rannsóknir sínar sem prófessor við Læknadeild Háskóla Íslands.

Lesa meira
Máluð mynd af blómum

10.2.2025 : Auglýst eftir umsóknum úr Barnamenningarsjóði

Hlutverk sjóðsins er að styðja fjölbreytta starfsemi á sviði barnamenningar með áherslu á sköpun, listir og virka þátttöku barna í menningarlífi.

Lesa meira
Netoryggi-2

7.2.2025 : Varðmenn gegn netvættum – Styrkjum skjaldborgina!

Rannís, Eyvör (NCC-IS) og Miðstöð stafrænnar nýsköpunar (EDIH-IS) bjóða á viðburðinn „Varðmenn gegn netvættum – Styrkjum skjaldborgina!“ mánudaginn 17. febrúar í Fenjamýri, Grósku.

Lesa meira









Þetta vefsvæði byggir á Eplica