Fréttir

12.7.2018 : Samvinnuverkefni um Markáætlun í tungu og tækni

Í fyrsta fasa Markáætlunar í tungu og tækni árið 2018 verður komið á fót samvinnuverkefni Markáætlunar og Máltæknisjóðs sem felur í sér að styrkfé beggja aðila verður sameinað þegar lýst verður eftir umsóknum.

Lesa meira
Rannis-2013-109

6.7.2018 : Skráning þátttakenda og sýnenda á Vísindavöku

Opnað hefur verið á skráningu sýnenda og þátttakenda á Vísindavöku 2018 og er frestur til 10. ágúst nk. að senda inn fyrstu skráningu.

Lesa meira

4.7.2018 : Tónlistarsjóður seinni úthlutun 2018

Mennta- og menningar­mála­ráðherra hefur samþykkt tillögu tónlistarráðs um úthlutun úr Tónlistarsjóði fyrir síðara tímabil ársins 2018.

Lesa meira

4.7.2018 : Ný útgáfa skýrslu um árangur Íslands í alþjóðlegu samstarfi

Skýrslan geymir upplýsingar um árangur Íslands í þeim þremur áætlunum ESB sem Rannís hefur umsjón með, á árunum 2014–2017. Skýrslan kom fyrst út fyrir ári síðan, en í nýrri útgáfu hefur gögnum frá árinu 2017 verið bætt við.

Lesa meira

29.6.2018 : NordForsk opnar fyrir umsóknir í áætlun um fólksflutninga

Í nýrri áætlun NordForsk um fólksflutninga og aðlögun innflytjenda stendur til að úthluta um 65 milljónum norskra króna til 5-6 verkefna. Umsóknarfrestur er 15. nóvember 2018.

Lesa meira
Merki Tækniþróunarsjóðs

5.6.2018 : Tækniþróunarsjóður úthlutar 700 milljónum til nýsköpunarfyrirtækja og frumkvöðla

Stjórn Tækniþróunarsjóðs hefur samþykkt að bjóða fulltrúum 63 verkefna að ganga til samninga um nýja verkefnisstyrki fyrir allt að 700 milljónum króna.

Lesa meira

5.6.2018 : Mikil aukning í skólahluta Erasmus+

Rannís hefur úthlutað ríflega 4 milljónum evra eða um 500 milljónum króna í náms- og þjálfunarstyrki úr menntahluta Erasmus+, mennta- og æskulýðsáætlunar ESB.

Lesa meira

1.6.2018 : Stjórn Innviðasjóðs hefur úthlutað styrkjum úr sjóðnum fyrir árið 2018

Alls bárust sjóðnum 67 umsóknir þar sem samtals var sótt um 679 milljónir króna.

Lesa meira

1.6.2018 : Úthlutun Nordplus 2018

Úthlutað hefur verið úr Nordplus áætluninni til verkefna sem hefjast á árinu 2018 og hlutu fjölmargir íslenskir aðilar styrk úr áætluninni.

Lesa meira

31.5.2018 : Vorfundur Tækniþróunarsjóðs 2018

Hinn árlegi vorfundur Tækniþróunarsjóðs verður haldinn fimmtudaginn 7. júní undir yfirskriftinni: Náðu lengra – út í heim – með Tækniþróunarsjóði.

Lesa meira

30.5.2018 : Hljóðritasjóður fyrri úthlutun 2018

Mennta- og menningarmálaráðherra hefur samþykkt tillögu stjórnar Hljóðritasjóðs um fyrri úthlutun úr sjóðnum 2018. Umsóknarfrestur rann út 15. mars sl. 89 umsóknir bárust og sótt var um ríflega 72 milljónir. Samþykkt var að veita 58 styrki, samtals að upphæð 17.650.000.

Lesa meira

30.5.2018 : Tækniþróunarsjóður skapar ný tækifæri

Mat á áhrifum styrkja sem Tækniþróunarsjóður veitti á tímabilinu 2009-2013 er komið út.

Lesa meira

29.5.2018 : Úthlutun úr Starfslaunasjóði sjálfstætt starfandi fræðimanna

Stjórn Starfslaunasjóðs sjálfstætt starfandi fræðimanna hefur lokið úthlutun úr sjóðnum fyrir árið 2018, en umsóknarfrestur rann út 20. mars síðastliðinn.

Lesa meira
Media lógó

18.5.2018 : Kvikmyndin Undir trénu fékk stóran dreifingarstyrk frá MEDIA áætlun ESB

Í síðustu úthlutun dreifingarstyrkja frá MEDIA áætluninni fékk kvikmynd Hafsteins Gunnars Sigurðssonar Undir trénu háan styrk til sýninga í kvikmyndahúsum í Evrópu. Myndin fékk dreifingu til 29 landa að upphæð 547.400 evra. 

Lesa meira

17.5.2018 : Páll Melsted, prófessor við Háskóla Íslands, hlýtur Hvatningarverðlaun Vísinda- og tækniráðs 2018

Hvatningarverðlaun Vísinda- og tækniráðs voru afhent við hátíðlega athöfn á Rannsóknaþingi Rannís sem fram fór á Grand Hótel í dag.

Lesa meira
Merki Tækniþróunarsjóðs

15.5.2018 : Úthlutun Tækniþróunarsjóðs

Tilkynnt hefur verið um úthutun úr Tækniþróunarsjóði fyrir Hagnýt rannsóknarverkefni og Fræ 2018

Lesa meira

9.5.2018 : Ársskýrsla Rannís 2017 er komin út

Ársskýrsla Rannís fyrir árið 2017 er komin út á rafrænu formi. Í henni er leitast við að gefa heildstætt yfirlit í máli og myndum yfir margþætta og umfangsmikla starfsemi stofnunarinnar.

Lesa meira

8.5.2018 : Eurostudent VI: Tímamót í umræðu um félagslega og efnahagslega stöðu stúdenta á Íslandi

Niðurstöður nýrrar Eurostudent könnunar og þýðing þeirra fyrir íslenskt háskólasamfélag voru í brennidepli á ráðstefnu sem haldin var af Rannís, mennta- og menningarmálaráðuneytinu og Landssamtökum íslenskra stúdenta (LÍS) föstudaginn 4. maí síðastliðinn.

Lesa meira

7.5.2018 : Rannsóknaþing og afhending Hvatningarverðlauna Vísinda- og tækniráðs

Rannís og Vísinda- og tækniráð bjóða til Rannsóknaþings fimmtudaginn 17. maí í Háteigi á Grand Hótel Reykjavík. Umfjöllunarefnið er markáætlun um öndvegissetur og klasa 2009-2015. Verkefnisstjórar verkefnanna sem urðu fyrir valinu kynna niðurstöður og árangur þeirra svo draga megi lærdóm af. Unnið er að undirbúningi nýrrar markáætlunar.* 

Lesa meira

4.5.2018 : Auglýst er eftir umsóknum um styrki úr Rannsóknasjóði fyrir styrkárið 2019

Umsóknarfrestur er til kl. 16:00, 15. júní 2018.

Lesa meira

4.5.2018 : Óskað eftir tilnefningum til nýsköpunarverðlauna í opinberri þjónustu og stjórnsýslu 2018

Nýsköpunarverðlaun í opinberri þjónustu og stjórnsýslu 2018 verða afhent á ráðstefnu um nýsköpun föstudaginn 8. júní 2018. Frestur til að skila inn tilnefningu hefur verið framlengdur til 14. maí 2018.

Lesa meira

2.5.2018 : Auglýst eftir umsóknum í norræna verkefnið Personalised Medicine

Umsóknarfrestur er til 4. september 2018 kl. 11:00 (13:00 CET).

Lesa meira

30.4.2018 : Opnað fyrir þátttöku í 40 nýjum COST verkefnum

Tilgangur COST verkefna er að byggja upp samstarfsnet rannsakenda í Evrópu á ákveðnum rannsóknasviðum. Þátttakendur í COST verkefnum skiptast á reynslu og niðurstöðum í gegnum fundi og ráðstefnur, vinnustofur og heimsóknir.

Lesa meira

23.4.2018 : Ráðstefna um niðurstöður EUROSTUDENT VI könnunarinnar

Föstudaginn 4. maí fer fram ráðstefna á Icelandair hótel Reykjavík Natura á vegum Rannís, mennta- og menningarmálaráðuneytis og Lands­sambands íslenskra stúdenta um stöðu íslenskra stúdenta í alþjóðlegum samanburði.

Lesa meira

12.4.2018 : Árleg ráðstefna um gæði í háskólastarfi haldin af Gæðaráði íslenskra háskóla og Ráðgjafarnefnd Gæðaráðs

Gæðaráð íslenskra háskóla og Ráðgjafarnefnd Gæðaráðs bjóða til ráðstefnu um samþættingu kennslu og rannsókna í grunnnámi. Erlendir og íslenskir fyrirlesarar úr röðum kennara og stúdenta munu flytja erindi um efnið sem verður fylgt eftir með pallborðsumræðum. Ráðstefnan fer fram þriðjudaginn 15. maí kl. 13:00-16:30 í stofu M-101 í Háskólanum í Reykjavík.

Lesa meira

11.4.2018 : Úthlutun úr Þróunarsjóði námsgagna 2018

Þróunarsjóður námsgagna hefur úthlutað styrkjum af fjárlögum ársins 2018. Umsóknir voru alls 120 talsins að undangenginni auglýsingu. Samanlagðar fjárbeiðnir námu alls 200,3 milljónum króna en til ráðstöfunar voru tæpar 52 milljónir króna.

Lesa meira

10.4.2018 : Íslenskir háskólanemar eru önnum kafnir en kunna að meta skipulag, aðstöðu og gæði náms

Niðurstöður nýrrar EUROSTUDENT könnunar, sem Ísland tekur í fyrsta skipti þátt í, sýnir skýrt að samsetning háskólanema á Íslandi er á margan hátt frábrugðin því sem gengur og gerist í öðrum Evrópulöndum. Hvergi annars staðar er hlutfall háskólanema sem komnir eru yfir þrítugt hærra en hér, sem og hlutfall þeirra sem eiga eitt barn eða fleiri.

Lesa meira
Horizon-2020-logo-2

6.4.2018 : Góður árangur íslenskra fyrirtækja í rannsóknaáætlun ESB – Horizon 2020

Sex íslensk fyrirtæki eru meðal þeirra sem nú hafa hlotið styrk úr þeim hluta rannsókna- og nýsköpunaráætlunar ESB, Horizon 2020, sem veitir styrki til nýsköpunarverkefna í fyrirtækjum.

Lesa meira

3.4.2018 : Styrkir úr Tónlistarsjóði 2018

Rannís auglýsir eftir styrkumsóknum úr Tónlistarsjóði til verkefna sem efnt verður til á tímabilinu 1. júlí til 31. desember 2018.

Lesa meira
IMG_5836

27.3.2018 : Nýr rammasamningur undirritaður um vísindasamstarfið á Kárhóli

Kínversk sendinefnd frá Heimskautastofnun Kína (Polar Research Institute of China) var á Íslandi á dögunum í tengslum við uppbyggingu Norðurljósamiðstöðvarinnar á Kárhóli í Reykjadal. Sendinefndin skoðaði aðstæður og framkvæmdir á Kárhóli og heimsótti Rannís, Raunvísindastofnun og Háskólann á Akureyri.

Lesa meira

21.3.2018 : Úthlutun úr Íþróttasjóði 2018

Íþróttanefnd bárust alls 127 umsóknir að upphæð rúmlega 196 m. kr. um styrki úr Íþróttasjóði vegna ársins 2018.

Lesa meira

8.3.2018 : Verulegur fjöldi umsókna barst um frádrátt frá tekjum erlendra sérfræðinga á árinu 2017

Frá 1. janúar til loka árs 2017 hafa borist 83 umsóknir um skattafrádrátt frá tekjum erlendra sérfræðinga . 58 umsóknir hafa verið samþykktar eða 70%, 24 umsóknum verið hafnað eða 29%, einn umsækjandi hætti við eða 1%. Hlutfall samþykktra umsókna er svipað hjá fyrirtækjum og háskólastofnunum eða tæp 70%, en heldur hærra hjá stofnunum.

Lesa meira

7.3.2018 : Úthlutun úr Nýsköpunarsjóði námsmanna 2018

Stjórn Nýsköpunarsjóðs námsmanna hefur lokið úthlutun fyrir sumarið 2018.

Lesa meira

7.3.2018 : Óskað er eftir tilnefningum til Hvatningar­verðlauna Vísinda- og tækniráðs 2018

Hvatningarverðlaun Vísinda- og tækniráðs eru árlega veitt vísindamanni sem snemma á ferlinum þykir hafa skarað fram úr og skapað væntingar um framlag í vísindastarfi sem styrki stoðir mannlífs á Íslandi.

Lesa meira

21.2.2018 : Tækni­þróunar­sjóður hefur opnað fyrir umsóknir í Fyrirtækja­styrkinn - Fræ

Fræið hefur það að markmiði að styðja við hugmyndir og verkefni á frumstigi sem getur leitt af sér stærra þróunarverkefni.

Lesa meira

20.2.2018 : Nýr framkvæmdastjóri NordForsk heimsækir Rannís

Arne Flåøyen tók við sem framkvæmdastjóri NordForsk um áramótin. Hann og Eivind Hovden, skrifstofustjóri stofnunarinnar, komu nýverið í heimsókn til Rannís til þess að ræða norrænt samstarf Íslands með þátttöku í NordForsk.

Lesa meira

20.2.2018 : Forauglýsing: Kallað er eftir umsóknum í samnorræna verkefnið "Personalised Medicine"

Tækniþróunarsjóður hefur ákveðið að taka þátt í samnorræna verkefninu Personalised Medicine, sem er þverfaglegt starf á heilbrigðissviði.

Lesa meira

16.2.2018 : Horizon 2020 og Félag rannsóknastjóra á Íslandi standa fyrir námskeiðum í mars

Dagana 6. og 7. mars stendur Horizon 2020, í samstarfi við Félag rannsóknastjóra á Íslandi, fyrir tveimur námskeiðum. Annars vegar námskeiði um fjármál og uppgjörsreglur, eitt fyrir byrjendur og annað fyrir lengra komna, og hins vegar námskeiði í gerð samstarfssamninga (Consortium Agreements).

Lesa meira

13.2.2018 : Auglýst eftir íslenskum vísindamönnum til að taka þátt í rannsóknarleiðangri um norðurslóðir

Kínverski Rannsóknaísbrjóturinn, Snædrekinn, fer í sinn níunda rannsóknaleiðangur um norðurslóðir á tímabilinu júlí til september 2018. 

Lesa meira

8.2.2018 : Rannís gerist aðili að Academic Cooperation Association

Academic Cooperation Association eru samtök stofnana sem fjármagna og styðja við alþjóðavæðingu háskóla í sínu heimalandi með styrkjum til nemenda- og kennaraskipta.

Lesa meira

Þetta vefsvæði byggir á Eplica