Fréttir: 2018

20.12.2018 : Auglýst eftir umsóknum í Nýsköpunarsjóð námsmanna

Umsóknarfrestur er til 5. febrúar 2019 kl.16.00.

Lesa meira

20.12.2018 : Tækniþróunarsjóður hefur opnað fyrir umsóknir í styrktarflokknum Hagnýt rannsóknarverkefni

Hagnýt rannsóknarverkefni hafa það að markmiði að afla nýrrar þekkingar og kunnáttu sem nýtist til að þróa nýjar vörur, verkferla eða þjónustu, eða til að koma í kring umtalsverðum endurbótum á eldri vörum, verkferlum eða þjónustu. Verkefnið þarf að vera með skýr og raunhæf markmið um hagnýtingu.

Lesa meira

20.12.2018 : Úthlutun úr vinnustaðanámssjóði 2018

Mennta- og menningarmálaráðuneytið hefur að tillögu stjórnar úthlutað styrkvilyrðum til vinnustaðanáms fyrir árið 2018

Lesa meira
Eurostars-logo

20.12.2018 : Kynningarfundur um Eurostars fyrir lítil og meðalstór fyrirtæki

Fundurinn verður haldinn miðvikudaginn 16. janúar 2019 kl. 9:00 – 10:30 í Rannís, Borgartúni 30.

Lesa meira
BlueBio-Shutterstock-Id.-111107980

20.12.2018 : BlueBio ERA-NET auglýsir eftir umsóknum

Um er að ræða samstarfsnet 16 Evrópuþjóða til að efla samvinnu og ýta undir rannsóknir og nýsköpun á bláa lífhagkerfinu og er Ísland aðili að netinu í gegnum Rannís. 

Lesa meira
Merki fyrir EES styrki

17.12.2018 : Tengslaráðstefna á vegum Uppbyggingarsjóðs EES

Ný heilbrigðisáætlun Uppbyggingasjóðs EES í Tékklandi opnar í byrjun árs 2019. Af því tilefni standa tékknesk yfirvöld að tengslaráðstefnu í Prag 16. janúar nk. til að leiða saman mögulega samstarfsaðila frá Noregi, Íslandi og Liechtenstein til að hitta fyrirtæki og stofnanir í Tékklandi. Ferðastyrkir eru í boði fyrir íslenska þátttakendur.

Lesa meira
Merki Tækniþróunarsjóðs

14.12.2018 : Tækniþróunarsjóður úthlutar 350 milljónum til nýsköpunarfyrirtækja og frumkvöðla

Á haustmisseri hefur stjórn Tækniþróunarsjóðs samþykkt að bjóða fulltrúum 21 fyrirtækis til samninga um fyrirtækjastyrkina Sproti, Vöxtur og Markaðsstyrkur.

Lesa meira
Hljodritunarsjodur

12.12.2018 : Hljóðritasjóður seinni úthlutun 2018

Mennta- og menningarmálaráðherra hefur samþykkt tillögu stjórnar Hljóðritasjóðs um seinni úthlutun úr sjóðnum 2018. Umsóknarfrestur rann út 15. september síðast liðinn. Alls bárust 65 umsóknir. Sótt var um 43.977.726 krónur. Samþykkt var að veita 20 milljónum króna króna til 43 umsækjenda.

Lesa meira
Cost

6.12.2018 : Opnað fyrir þátttöku í 40 nýjum COST verkefnum

Tilgangur COST verkefna er að byggja upp samstarfsnet rannsakenda í Evrópu á ákveðnum rannsóknasviðum. Þátttakendur í COST verkefnum skiptast á reynslu og niðurstöðum í gegnum fundi og ráðstefnur, vinnustofur og heimsóknir.

Lesa meira

28.11.2018 : Seinni úthlutun Æskulýðssjóðs 2018

Stjórn Æskulýðssjóðs ákvað á fundi sínum þriðjudaginn 27. nóvember 2018 að leggja til við ráðherra að úthluta tólf verkefnum alls 6.000.000 í seinni úthlutun ársins fyrir árið 2018.

Lesa meira
Visinda-og-taeknirad

26.11.2018 : Samfélagslegar áskoranir á sviði rannsókna og vísinda

Vísinda- og tækniráð hefur kynnt þær samfélagslegu áskoranir sem mikilvægt er að verði tekist á við á vettvangi íslenska vísindasamfélagsins. 

Lesa meira
Morgunverdarfundur-uppbyggingarsjodur-EES

23.11.2018 : Morgunverðarfundur um áætlanir Uppbyggingasjóðs EES í Rúmeníu, Grikklandi og Portúgal árin 2014-2021

Opinn fundur á Grand Hótel Reykjavík, Gullteig, var haldinn mánudaginn 3. desember kl. 8.30-12.00. Lesa meira

20.11.2018 : Kynning á styrkjamöguleikum innan Erasmus+ árið 2019

Ertu að velta fyrir þér tækifærum til Evrópusamstarfs en veistu ekki hvar þú átt að byrja? Þá er Rannís rétti staðurinn fyrir þig, en þar verður haldin kynning miðvikudaginn 5. desember á möguleikum innan Erasmus+ fyrir þau sem ekki hafa áður sótt um.

Lesa meira
Samfelagslegar-askoranir-V-T-m-dags

12.11.2018 : Hverjar verða brýnustu samfélagslegar áskoranir Íslands í framtíðinni?

Opinn samráðsfundur á Grand Hótel Reykjavík, 19. nóvember frá 15.00-17.00 í Háteigi (4.hæð). Fundinum verður streymt á netinu og eru allir velkomnir. 

Lesa meira
IASC-doktorsnema

6.11.2018 : Alþjóðlega norðurskautsvísindanefndin (IASC) auglýsir eftir vísindafélögum

Alþjóðlega norðurskautsvísindanefndin auglýsir eftir vísindafélögum til að vinna með vinnuhópum IASC sem starfa á eftirfarandi sviðum: Félags- og mannvísindi, freðhvolf, gufuhvolf, hafvísindi og landvistkerfi. 

Lesa meira
Www.nyskopunarverdlaun-2018-1

30.10.2018 : Kerecis hlýtur Nýsköpunarverðlaun Íslands 2018

Fyrirtækið Kerecis hlaut Nýsköpunarverðlaun Íslands 2018 sem afhent voru á Nýsköpunarþingi í dag. Guðmundur Fertram Sigurjónsson, stofnandi og forstjóra Kerecis, veitti verðlaununum viðtöku úr hendi Þórdísar Kolbrúnar R. Gylfadóttur, ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra. Nýsköpunarþingið var haldið á Grand Hótel Reykjavík undir yfirskriftinni Nýjar lausnir – betri heilsa? Lesa meira
Nyskopunarthing-2018

24.10.2018 : Nýsköpunarþing og afhending Nýsköpunarverðlauna 2018

Nýsköpunarþing Rannís, Nýsköpunarmiðstöðvar Íslands, Íslandsstofu og Nýsköpunarsjóðs var haldið þriðjudaginn 30. október 2018, 14.00-16.30 á Grand Hótel Reykjavík. Nýsköpunarverðlaun Íslands 2018 voru afhent á þinginu. Mikill áhugi var á málefninu því uppselt var á þingið.

Lesa meira
Business-see-forum

22.10.2018 : Uppbyggingasjóður EES: ráðstefna í Portúgal 14.-16. nóvember 2018

Ert þú með verkefni tengt hagnýtingu sjávar, sem gæti einnig verið samstarfsverkefni Portúgals og Íslands? Þá er Business2Sea ráðstefnan 2018 kjörið tækifæri til að fræðast um fjármögnun Uppbyggingasjóðs EES til verkefna tengdum hagnýtingu sjávar. 

Lesa meira
Karholl-1

22.10.2018 : Kínversk-íslensk rannsóknastöð um norðurslóðir opnuð formlega

Þann 22. október tóku Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningamálaráðherra, og Jin Zhijian, sendiherra Kína á Íslandi, í notkun kínversk-íslensku rannsóknastöðina um norðurslóðir á Kárhóli, Þingeyjarsveit. 

Lesa meira
Markataetlun-kynning2.jpg

15.10.2018 : Kynningarfundur um Markáætlun í tungu og tækni

Rannís og Samtök atvinnulífsins boðuðu til opins kynningarfundar um Markáætlun í tungu og tækni mánudaginn 15. október í sal Samtaka atvinnulífsins. 

Lesa meira

15.10.2018 : Undirbúningsstyrkur Nordplus – tungumálaætlunar. Umsóknarfrestur framlengdur til 15. nóvember 2018

Umsóknarfrestur um styrki til undirbúningsheimsókna vegna Nordplus Sprog, tungumáláætlunarinnar hefur verið framlengdur.

Lesa meira
Hatidahold_Tallinn

8.10.2018 : Nordplus fagnar þrítugsafmæli

Haldið var upp á þrjátíu ára afmæli Nordplus áætlunarinnar í Tallinn í Eistlandi þann 4. október 2018. Einnig var því fagnað að tíu ár eru liðin frá því að Eystrasaltsríkin fengu aðild að áætluninni.

Lesa meira

2.10.2018 : Norræn tengslaráðstefna – Horizon 2020 Secure Societies

Norrænir fulltrúar fyrir Öryggisáætlun Horizon 2020 standa fyrir norrænni tengslaráðstefnu í Stokkhólmi þann 7. nóvember næstkomandi. Markmið ráðstefnunnar er að styrkja tengsl á milli norrænna aðila á þessu sviði og hvetja til samstarfs þeirra á milli við umsóknagerð í Öryggisáætlun Horizon 2020 og aðrar áætlanir.

Lesa meira

1.10.2018 : Opið fyrir umsóknir um styrki úr Tónlistarsjóði

Umsóknarfrestur rennur út 15. nóvember 2018 kl. 16.00. 

Lesa meira
Vísindamiðlunarverðlaun Rannís 2018

29.9.2018 : Fjársjóður framtíðar hlýtur viðurkenningu fyrir vísindamiðlun 2018

Sjónvarpsþáttaröðin Fjársjóður framtíðar hlaut viðurkenningu Rannís 2018 fyrir vísindamiðlun, en þættirnir eru framleiddir af Háskóla Íslands fyrir RÚV. Lilja Alfreðsdóttir mennta- og menningarmálaráðherra afhenti viðurkenninguna við opnun Vísindavöku 2018 í Laugardalshöll föstudaginn 28. september.

Lesa meira

28.9.2018 : Til hamingju með daginn, vísindamenn!

Vísindavaka Rannís verður haldin í dag, föstudaginn 28. september kl. 16:30-22:00 í Laugardalshöllinni. Á Vísindavöku finna allir eitthvað við sitt hæfi og er fólk á öllum aldri boðið velkomið, en markmiðið er að almenningur fái tækifæri til að spjalla við vísindafólk um viðfengsefni þess. Aðgangur er ókeypis og margt spennandi að sjá og reyna á Vísindavöku!

Lesa meira
Sflaskor

24.9.2018 : Hverjar verða brýnustu samfélagslegar áskoranir Íslands í framtíðinni? Taktu þátt!

Vísinda- og tækniráð Íslands efnir til opins samráðs við almenning og hagsmunaaðila um skilgreiningu þeirra framtíðaráskorana sem vísindi og rannsóknir ættu markvisst að takast á við. Hægt er að taka þátt í samráðinu hér en einnig verður hægt að taka þátt á Vísindavöku Rannís.

Lesa meira

21.9.2018 : Auglýst eftir umsóknum í Markáætlun í tungu og tækni

Auglýst er eftir umsóknum um styrki í Markáætlun í tungu og tækni fyrir styrkárið 2018-2019.Umsóknarfrestur er 9. nóvember 2018 kl. 16:00.

Lesa meira

21.9.2018 : Auglýst eftir umsóknum um styrki úr Æskulýðssjóði

Umsóknarfrestur er 15. október 2018 kl. 16:00. 

Lesa meira

14.9.2018 : Skjalastjóri óskast

Rannís óskar eftir skjalastjóra í um hálft starf hjá Rannís. Starfið felur í sér umsjón með skjalastjórnunarkerfi og skjalastjórnunarstefnu Rannís, þjónustu við starfsfólk stofnunarinnar, miðlun þekkingar og fræðslu.

Lesa meira

7.9.2018 : Auglýst eftir umsóknum um gestafyrirlesara- og ráðstefnustyrki

SEF (Samstarfsnefnd um endurmenntun framhaldsskólakennara) auglýsir eftir umsóknum um gestafyrirlesara- og ráðstefnustyrki. Umsóknarfrestur er 9. október 2018, kl. 16:00.

Lesa meira

7.9.2018 : Auglýst eftir umsóknum um námsorlof kennara, námsráðgjafa og stjórnenda framhaldsskóla

Opnað hefur verið fyrir umsóknir um námsorlof á framhaldsskólastigi fyrir skólaárið 2019-2020. Umsóknir þurfa að berast Rannís eigi síðar en þriðjudaginn 2. október næstkomandi, kl. 16:00.

Lesa meira

4.9.2018 : Styrkir til rannsókna í Kína

Kínversk-norræna norðurslóðamiðstöðin í Shanghai (China - Nordic Arctic Research Centre) auglýsir rannsóknastyrki fyrir tímabilið 15. desember 2018 til 30. júní 2019.

Lesa meira

30.8.2018 : Úthlutun styrkja í flokki fjölþjóð­legra samstarfsverkefna Erasmus+ árið 2018

Rannís hefur úthlutað úr menntahluta Erasmus+ áætlunarinnar um 3 milljónum evra eða um 370 milljónum króna til 43 evrópskra samstarfs­verkefna.

Lesa meira

30.8.2018 : Rannís óskar eftir tilnefningum til vísinda­miðlunar­verðlauna

Viðurkenning Rannís fyrir vísindamiðlun verður veitt við opnun Vísindavöku 2018, sem haldin verður föstudaginn 28. september í Laugardalshöll. Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra afhendir viðurkenninguna fyrir hönd Rannís.

Lesa meira

21.8.2018 : Auglýst eftir umsóknum um styrki úr Íþróttasjóði

Opið er fyrir umsóknir til 1. október 2018, kl. 16:00.

Lesa meira

15.8.2018 : Starfslaun listamanna 2019

Auglýst eru til umsóknar starfslaun listamanna sem úthlutað verður árið 2019 í samræmi við ákvæði laga nr. 57/2009. 

Lesa meira

15.8.2018 : Leiklistarráð auglýsir eftir umsóknum um styrki til starfsemi atvinnuleikhópa á árinu 2019

Veittir eru styrkir til einstakra verkefna eða starfssamninga til tveggja ára.

Lesa meira

13.8.2018 : Kynningarfundur um Tækniþróunarsjóð

Samtök iðnaðarins og Rannís standa fyrir kynningarfundi um Tækniþróunarsjóð næstkomandi miðvikudag 15. ágúst kl. 8:30-10:00 í Húsi atvinnulífsins, Borgartúni 35, fundarsalnum Kviku á 1. hæð. Boðið verður upp á léttan morgunverð. 

Lesa meira

Þetta vefsvæði byggir á Eplica