Fréttir

12.4.2018 : Árleg ráðstefna um gæði í háskólastarfi haldin af Gæðaráði íslenskra háskóla og Ráðgjafarnefnd Gæðaráðs

Gæðaráð íslenskra háskóla og Ráðgjafarnefnd Gæðaráðs bjóða til ráðstefnu um samþættingu kennslu og rannsókna í grunnnámi. Erlendir og íslenskir fyrirlesarar úr röðum kennara og stúdenta munu flytja erindi um efnið sem verður fylgt eftir með pallborðsumræðum. Ráðstefnan fer fram þriðjudaginn 15. maí kl. 13:00-16:30 í stofu M-101 í Háskólanum í Reykjavík. Ráðstefnan fer fram á ensku og er öllum opin á meðan húsrúm leyfir. Ráðstefnugestir eru vinsamlegast beðnir um að staðfesta skráningu tímanlega.

Lesa meira

11.4.2018 : Úthlutun úr Þróunarsjóði námsgagna 2018

Þróunarsjóður námsgagna hefur úthlutað styrkjum af fjárlögum ársins 2018. Umsóknir voru alls 120 talsins að undangenginni auglýsingu. Samanlagðar fjárbeiðnir námu alls 200,3 milljónum króna en til ráðstöfunar voru tæpar 52 milljónir króna.

Lesa meira

10.4.2018 : Íslenskir háskólanemar eru önnum kafnir en kunna að meta skipulag, aðstöðu og gæði náms

Niðurstöður nýrrar EUROSTUDENT könnunar, sem Ísland tekur í fyrsta skipti þátt í, sýnir skýrt að samsetning háskólanema á Íslandi er á margan hátt frábrugðin því sem gengur og gerist í öðrum Evrópulöndum. Hvergi annars staðar er hlutfall háskólanema sem komnir eru yfir þrítugt hærra en hér, sem og hlutfall þeirra sem eiga eitt barn eða fleiri.

Lesa meira
Horizon-2020-logo-2

6.4.2018 : Góður árangur íslenskra fyrirtækja í rannsóknaáætlun ESB – Horizon 2020

Sex íslensk fyrirtæki eru meðal þeirra sem nú hafa hlotið styrk úr þeim hluta rannsókna- og nýsköpunaráætlunar ESB, Horizon 2020, sem veitir styrki til nýsköpunarverkefna í fyrirtækjum.

Lesa meira

5.4.2018 : Óskað eftir tilnefningum til nýsköpunarverðlauna í opinberri þjónustu og stjórnsýslu 2018

Nýsköpunarverðlaun í opinberri þjónustu og stjórnsýslu 2018 verða afhent á ráðstefnu um nýsköpun föstudaginn 8. júní 2018.

Lesa meira

3.4.2018 : Styrkir úr Tónlistarsjóði 2018

Rannís auglýsir eftir styrkumsóknum úr Tónlistarsjóði til verkefna sem efnt verður til á tímabilinu 1. júlí til 31. desember 2018.

Lesa meira
IMG_5836

27.3.2018 : Nýr rammasamningur undirritaður um vísindasamstarfið á Kárhóli

Kínversk sendinefnd frá Heimskautastofnun Kína (Polar Research Institute of China) var á Íslandi á dögunum í tengslum við uppbyggingu Norðurljósamiðstöðvarinnar á Kárhóli í Reykjadal. Sendinefndin skoðaði aðstæður og framkvæmdir á Kárhóli og heimsótti Rannís, Raunvísindastofnun og Háskólann á Akureyri.

Lesa meira

21.3.2018 : Úthlutun úr Íþróttasjóði 2018

Íþróttanefnd bárust alls 127 umsóknir að upphæð rúmlega 196 m. kr. um styrki úr Íþróttasjóði vegna ársins 2018.

Lesa meira

8.3.2018 : Verulegur fjöldi umsókna barst um frádrátt frá tekjum erlendra sérfræðinga á árinu 2017

Frá 1. janúar til loka árs 2017 hafa borist 83 umsóknir um skattafrádrátt frá tekjum erlendra sérfræðinga . 58 umsóknir hafa verið samþykktar eða 70%, 24 umsóknum verið hafnað eða 29%, einn umsækjandi hætti við eða 1%. Hlutfall samþykktra umsókna er svipað hjá fyrirtækjum og háskólastofnunum eða tæp 70%, en heldur hærra hjá stofnunum.

Lesa meira

7.3.2018 : Úthlutun úr Nýsköpunarsjóði námsmanna 2018

Stjórn Nýsköpunarsjóðs námsmanna hefur lokið úthlutun fyrir sumarið 2018.

Lesa meira

7.3.2018 : Óskað er eftir tilnefningum til Hvatningar­verðlauna Vísinda- og tækniráðs 2018

Hvatningarverðlaun Vísinda- og tækniráðs eru árlega veitt vísindamanni sem snemma á ferlinum þykir hafa skarað fram úr og skapað væntingar um framlag í vísindastarfi sem styrki stoðir mannlífs á Íslandi.

Lesa meira

21.2.2018 : Tækni­þróunar­sjóður hefur opnað fyrir umsóknir í Fyrirtækja­styrkinn - Fræ

Fræið hefur það að markmiði að styðja við hugmyndir og verkefni á frumstigi sem getur leitt af sér stærra þróunarverkefni.

Lesa meira

20.2.2018 : Nýr framkvæmdastjóri NordForsk heimsækir Rannís

Arne Flåøyen tók við sem framkvæmdastjóri NordForsk um áramótin. Hann og Eivind Hovden, skrifstofustjóri stofnunarinnar, komu nýverið í heimsókn til Rannís til þess að ræða norrænt samstarf Íslands með þátttöku í NordForsk.

Lesa meira

20.2.2018 : Forauglýsing: Kallað er eftir umsóknum í samnorræna verkefnið "Personalised Medicine"

Tækniþróunarsjóður hefur ákveðið að taka þátt í samnorræna verkefninu Personalised Medicine, sem er þverfaglegt starf á heilbrigðissviði.

Lesa meira

16.2.2018 : Horizon 2020 og Félag rannsóknastjóra á Íslandi standa fyrir námskeiðum í mars

Dagana 6. og 7. mars stendur Horizon 2020, í samstarfi við Félag rannsóknastjóra á Íslandi, fyrir tveimur námskeiðum. Annars vegar námskeiði um fjármál og uppgjörsreglur, eitt fyrir byrjendur og annað fyrir lengra komna, og hins vegar námskeiði í gerð samstarfssamninga (Consortium Agreements).

Lesa meira

13.2.2018 : Auglýst eftir íslenskum vísindamönnum til að taka þátt í rannsóknarleiðangri um norðurslóðir

Kínverski Rannsóknaísbrjóturinn, Snædrekinn, fer í sinn níunda rannsóknaleiðangur um norðurslóðir á tímabilinu júlí til september 2018. 

Lesa meira

8.2.2018 : Rannís gerist aðili að Academic Cooperation Association

Academic Cooperation Association eru samtök stofnana sem fjármagna og styðja við alþjóðavæðingu háskóla í sínu heimalandi með styrkjum til nemenda- og kennaraskipta.

Lesa meira

8.2.2018 : Úthlutun til samstarfsverkefna Jules Verne 2018

Tilkynnt hefur verið um úthlutun styrkja úr Jules Verne sem er samstarfsverkefni Frakklands og Íslands á sviði vísinda- og tæknirannsókna. 

Lesa meira

7.2.2018 : Erasmus+ áætlunin eitt það besta sem Evrópusambandið hefur staðið fyrir

Nýverið var birt miðmat á Erasmus+ áætluninni og forverum hennar, en áætlunin varir frá 2014-2020. Matið var mjög umfangsmikið og byggir á skýrslum frá öllum þátttökuríkjunum, mati frá óháðu matsfyrirtæki sem tók mikinn fjölda viðtala og loks voru rýnd svör meira ein milljón þátttakenda Erasmus+.

Lesa meira

7.2.2018 : Rannís auglýsir eftir umsóknum um starfslaun í Starfslaunasjóð sjálfstætt starfandi fræðimanna

Rétt til að sækja um laun úr sjóðnum hafa höfundar fræðirita, fræðigreina, handbóka, orðabóka og viðamikils upplýsingaefnis á íslensku.

Lesa meira

2.2.2018 : Auglýst eftir umsóknum í NOS-HS

NOS-HS býður upp á styrki til að standa straum af kostnaði vegna vinnusmiðja (workshops). Næsti umsóknafrestur er 20. mars 2018.

Lesa meira

2.2.2018 : Rannís auglýsir eftir umsóknum í Hljóðritasjóð

Umsóknarfrestur er til 15. mars kl. 17:00.

Lesa meira

1.2.2018 : Rannís auglýsir eftir umsóknum um styrki úr Innviðasjóði

Rannís auglýsir eftir umsóknum um styrki úr Innviðasjóði, en hlutverk sjóðsins er að byggja upp rannsóknainnviði á Íslandi. Umsóknarfrestur er til 15. mars 2018, kl. 16:00.

Lesa meira

1.2.2018 : Auglýst er eftir umsóknum í Æskulýðssjóð

Umsóknarfrestur er til fimmtudagsins 15. febrúar 2018 kl. 16:00.

Lesa meira

26.1.2018 : Úthlutun styrkja til atvinnu­leikhópa 2018

Mennta- og menningarmálaráðherra hefur samþykkt tillögu leiklistarráðs um styrki til atvinnuleikhópa fyrir árið 2018. Alls bárust 96 umsóknir frá 86 atvinnuleikhópum og sótt var um tæplega 622 milljónir króna sem jafngildir 9% hækkun á milli ára. 

Lesa meira

22.1.2018 : Úthlutun úr Rannsóknasjóði styrkárið 2018

Stjórn Rannsóknasjóðs hefur lokið við úthlutun til nýrra rannsókna­verkefna fyrir árið 2018. Alls bárust 342 gildar umsóknir í Rannsókna­sjóð að þessu sinni og voru 63 þeirra styrktar eða um 18% umsókna.

Lesa meira

22.1.2018 : Nýsköpunar­verðlaun forseta Íslands 2018

Nýsköpunar­verðlaun forseta Íslands verða afhent við hátíðlega athöfn á Bessastöðum, fimmtudaginn 1. febrúar nk. Verðlaunin eru veitt þeim námsmönnum sem hafa unnið framúrskarandi starf við úrlausn verkefnis sem styrkt var af Nýsköpunarsjóði námsmanna sl. sumar. Stjórn sjóðsins hefur valið fimm öndvegisverkefni sem unnin voru sumarið 2017 en aðeins eitt þeirra hlýtur viðurkenninguna. Forseti Íslands, Guðni Th. Jóhannesson, afhendir verðlaunin.

Lesa meira

19.1.2018 : Sjötta Norræna-kínverska norður­slóða­ráðstefnan haldin í maí

Ráðstefnan er helguð málefnum Norður-Íshafsins og mun m.a. fjalla um fiskveiðistjórnun, mengun í sjó og áhrif loftslagsbreytinga, stjórnarfar og sjálfbærni.

Lesa meira

19.1.2018 : Opið samráð vegna næstu rammaáætlana Evrópusambandsins

Ætlunin er að ná til almennings, stofnana og hagsmunaaðila sem hafa áhuga á og/eða tengjast viðfangsefnum á sviði fjárfestinga, frumkvöðlastarfsemi, nýsköpunar, rannsókna og lítilla og meðalstórra fyrirtækja.

Lesa meira

16.1.2018 : Tónlistar­sjóður fyrri úthlutun 2018

Mennta- og menningar­mála­ráðherra hefur samþykkt tillögu tónlistarráðs um úthlutun úr Tónlistarsjóði fyrir fyrra tímabil ársins 2018 (1. janúar – 1. júlí).

Lesa meira

11.1.2018 : Rannsóknasjóður 2018

Stefnt er að því að tilkynna úthlutun í fjórðu viku janúar.

9.1.2018 : Kynningarfundur um tækifæri og styrki í menntahluta Erasmus+ árið 2018

Þriðjudaginn 16. janúar verður haldinn kynningarfundur í húsakynnum Rannís um styrkjamöguleika innan menntahluta Erasmus+ árið 2018. Kynningin er ætluð þeim sem ekki hafa sótt um áður.

Lesa meira

8.1.2018 : Auglýst eftir umsóknum í Tækniþróunarsjóð

Umsóknarfrestur er til 15. febrúar 2018, kl. 16:00

Lesa meira
100.-fundurinn

8.1.2018 : Ráðherra sat 100. stjórnarfund Tækniþróunarsjóðs

Samkvæmt stjórnarsáttmála liggur fyrir að móta heildstæða nýsköpunarstefnu fyrir Ísland, en ráðherra hyggst leggja grunn að verklagi við þá vinnu á næstunni.

Lesa meira

8.1.2018 : Námskeið í gerð Nordplus umsókna

Starfsfólk Nordplus verður með námskeið fyrir umsækjendur fimmtudaginn 18. janúar nk. kl. 15:30 – 17:00 í húsakynnum Rannís, Borgartúni 30.

Lesa meira

5.1.2018 : Úthlutun listamannalauna 2018

Úthlutunarnefndir Launasjóðs listamanna hafa lokið störfum vegna úthlutana listamannalauna árið 2018. Þær starfa skv. lögum (57/2009) og reglugerð (834/2009) um listamannalaun, þar sem kveðið er á um að allar umsóknir fái sanngjarna umfjöllun.

Lesa meira

3.1.2018 : Auglýst eftir umsóknum um styrki úr Þróunarsjóði námsgagna

Umsóknarfrestur 31. janúar 2018, kl. 16:00. Hlutverk Þróunarsjóðs námsgagna er að stuðla að nýsköpun, þróun, gerð og útgáfu námsgagna fyrir leik-, grunn- og framhaldsskóla í því markmiði að tryggja framboð og fjölbreytileika námsgagna í samræmi við þarfir nemenda og skóla. 

Lesa meira

Þetta vefsvæði byggir á Eplica