Fréttir: 2015

23.12.2015 : Nýsköpunarsjóður námsmanna – umsóknarfrestur 10. febrúar 2016

Rannís auglýsir eftir umsóknum um styrki  í Nýsköpunarsjóð námsmanna. Markmið sjóðsins er að gefa háskólum, rannsóknarstofnunum og fyrirtækjum tækifæri til að ráða háskólanema í grunn- og meistaranámi í sumarvinnu við rannsóknar- og þróunarverkefni.  

Lesa meira

21.12.2015 : Íslenskukennsla fyrir útlendinga: Umsóknarfrestur er til 1. febrúar 2016

Rannís auglýsir eftir umsóknum um styrki til námskeiða í íslensku sem ekki eru hluti af almennu námi á grunn- eða framhaldsskólastigi. Mennta- og menningarmálaráðuneytið hefur úthlutað 120 milljónum króna í íslenskukennslu fyrir útlendinga fyrir árið 2016.

Lesa meira

21.12.2015 : Sumarnámskeið SEF: Umsóknarfrestur er til 1. febrúar 2016

Rannís auglýsir eftir umsóknum um styrki til sumarnámskeiða Samstarfsnefndar um endurmenntun framhaldsskólakennara (SEF).

Lesa meira
Undirskrift samnings við Máltæknisjóð

21.12.2015 : Styrkveiting úr Máltæknisjóði

Þann 15. desember skrifaði Dr. Jón Guðnason, lektor við Tækni- og verkfræðideild Háskólans í Reykjavík, undir samning við Rannís vegna styrks úr Máltæknisjóði. Sigurður Björnsson, sviðsstjóri Rannsókna- og nýsköpunarsviðs, skrifaði undir fyrir hönd Rannís.

Lesa meira

21.12.2015 : Stofnun Vilhjálms Stefánssonar og Háskóli Íslands með í tveim verkefnum í NordForsk

Þann 17. desember var tilkynnt um úthlutun til fjögurra rannsóknaverkefna í nýrri fimm ára Öndvegissetraáætlun Norræna rannsóknarsjóðsins um rannsóknir á norðurslóðum (NordForsk Nordic Centres of Excellence in Arctic Research).

Lesa meira
Merki Tækniþróunarsjóðs

16.12.2015 : Úthlutun Tækniþróunarsjóðs 15. desember 2015

Á fundi sínum 15. desember 2015 ákvað stjórn Tækniþróunarsjóðs að bjóða verkefnisstjórum eftirtalinna verkefna að ganga til samninga.

Lesa meira

15.12.2015 : Kynning á styrkjaáætlun NordForsk um samfélagslegt öryggi

Fimmtudaginn 17. desember kl. 11-12, mun Sóley Morthens kynna styrkjaáætlun NordForsk um samfélagslegt öryggi. Kynningin verður haldin í Háskóla Íslands, Gimli 102.

Lesa meira

11.12.2015 : Tilkynnt um nýja undiráætlun í NORFACE

NORFACE hefur sent út tilkynningu um að í janúar verði opnað fyrir umsóknir í nýja undiráætlun sem ber heitið Dynamics of Inequality Across the Life-course: structures and processes (DIAL).

Lesa meira

10.12.2015 : Tíu verkefni hljóta gæðaviðurkenningar Erasmus+

Gæðaviðurkenningar menntaáætlunar Evrópusambandsins voru veittar við hátíðlega athöfn í Ásmundarsafni þann 10. desember. Tíu verkefni, sem hafa verið styrkt af áætluninni, hljóta viðurkenningarnar í ár. Verkefnin eiga það sammerkt að hafa sýnt fram á nýsköpun og nýbreytni í menntun, stuðlað að þátttöku fjölbreyttra hagsmunahópa í alþjóðasamstarfi og haft áhrif á skólastarf einstakra stofnana sem og víðtækari áhrif í skólasamfélaginu. 

Lesa meira
Media lógó

10.12.2015 : Kvikmyndirnar Hrútar og Fúsi fá stóra dreifingarstyrki frá MEDIA áætlun ESB

Í síðustu úthlutun dreifingarstyrkja frá MEDIA áætluninni fengu tvær íslenskar kvikmyndir stóra styrki til sýninga í kvikmyndahúsum í Evrópu. Kvikmyndin Hrútar í leikstjórn Gríms Hákonarsonar fékk dreifingu til 25 landa að upphæð 445.400 evra og kvikmyndin Fúsi í leikstjórn Dags Kára fékk dreifingarstyrki til 21 lands að upphæð 348.100 evra.

Lesa meira
Merki evrópska rannsóknaráðsins

8.12.2015 : Styrkir til ungra vísindamanna í Evrópu 2016

Evrópska rannsóknaráðið birti nýverið tölur um skiptingu umsókna í styrkjaflokki sem ætlað er að aðstoða unga vísindamenn í Evrópu á fyrstu árum rannsóknaferilsins. Alls bárust 2.935 umsóknir sem er 0,5% aukning frá fyrra ári.

Lesa meira

7.12.2015 : Menntaáætlun Nordplus 2016: Auglýst eftir styrkumsóknum til menntasamvinnu á Norðurlöndum og Eystrasaltslöndum

Nordplus, menntaáætlun Norrænu ráðherranefndarinnar, býður kennurum og öðrum sem starfa við menntamál að sækja um styrki í áætlunina. Heildarupphæð styrkja til úthlutunar er um 9 milljónir evra (tæplega 1,4 milljarður íslenskra króna). Umsóknarfrestur er 1. mars 2016.

Lesa meira
Boðskort aðventuhátíð 10. desember 2015.

3.12.2015 : Aðventuhátíð í tilefni af 10 ára afmæli eTwinning og Europass

Rannís býður þér til aðventuhátíðar fimmtudaginn 10. desember frá kl. 16:30 í Ásmundarsafni við Sigtún í tilefni af 10 ára afmæli eTwinning og Europass, þar sem veittar verða gæðaviðurkenningar fyrir framúrskarandi Evrópuverkefni.

Lesa meira

3.12.2015 : Kynningarfundur um rannsóknaáherslur í upplýsingatækni í Horizon 2020

Föstudaginn 11. desember stendur Rannís fyrir kynningarfundi um upplýsingastækniáætlun Horizon 2020 ( LEIT – Information and Communication Technologies). Fundurinn verður haldinn hjá Rannís, Borgartúni 30, fundarsalur á 6. hæð kl. 9:00-11:00.

Lesa meira

30.11.2015 : Fjörutíu ný Cost verkefni samþykkt

Fjörutíu ný COST verkefni hafa verið samþykkt. Tilgangur COST verkefna er að byggja upp samstarfsnet rannsakenda í Evrópu á ákveðnum rannsóknasviðum. Þátttakendur í COST verkefnum skiptast á reynslu og niðurstöðum í gegnum fundi og ráðstefnur, vinnustofur og heimsóknir. 

Lesa meira

30.11.2015 : Vel heppnað afmælisþing!

Góður rómur var gerður að afmælisþingi sem Rannís stóð fyrir fimmtudaginn 26. nóvember sl. Gestum gafst kostur á að skyggnast inn í heim rannsókna, nýsköpunar, menntunar og menningar, rifja upp söguna og horfa til framtíðar í máli og myndum.

Lesa meira

25.11.2015 : Sesselja Ómarsdóttir og Egill Skúlason hljóta Hvatningarverðlaun Vísinda- og tækniráðs 2015

Hvatningarverðlaun Vísinda- og tækniráðs voru afhent á sérstöku afmælisþingi Rannís fimmtudaginn 26. nóvember, en um þessar mundir eru 75 ár síðan Rannsóknaráð Íslands var stofnað með lögum árið 1940. Á þessum tímamótum var farið yfir söguna og hlutverk Rannís í dag, auk þess sem tveir ungir vísindamenn hlutu Hvatningarverðlaunin.

Lesa meira

20.11.2015 : Kynning á H2020 áætlun um umhverfi, loftslagsmál og auðlindir

Miðvikudaginn 2. desember  kl. 14:00 – 16:00 verður kynning á einni af samstarfsáætlunum Evrópusambandsins, Umhverfi, loftslagsmál og auðlindir.  Kynningin verður í fundarsal á 6. hæð, Borgartúni 30.

Lesa meira

16.11.2015 : Sögulegt afmælisþing!

Um þessar mundir eru 75 ár frá því að Rannsóknaráð ríkisins var sett á stofn með lögum árið 1940. Í sögulegu samhengi eru Rannís og Vísinda- og tækniráð beinir arftakar þess hlutverks sem ráðið var stofnað til í upphafi.

Lesa meira

13.11.2015 : Verkefnastyrkir NordForsk á sviði samfélagslegs öryggis

NordForsk hefur sent út tilkynningu um opið kall eftir umsóknum í tengslum við áætlun um samfélagslegt öryggi. Opnað hefur verið fyrir umsókniren skilafrestur umsókna verður 15. mars 2016.

Lesa meira

13.11.2015 : Úthlutun úr vinnustaðanámssjóði

Mennta- og menningarmálaráðuneytið hefur að tillögu stjórnar úthlutað styrkjum til vinnustaðanáms fyrir haustið 2015.

Lesa meira

10.11.2015 : Kynningarfundur á Akureyri um Tækniþróunarsjóð, skattfrádrátt og Horizon 2020

Miðvikudaginn 18.nóvember nk. kl. 13:00 stendur Rannís fyrir kynningu í Háskólanum á Akureyri, á styrkjum sem stofnunin hefur umsýslu með. Annarsvegar verða styrkir Tækniþróunarsjóðs kynntir sem og skattfrádráttur til fyrirtækja vegna rannsókna- og þróunarverkefna. Hinsvegar verður boðið uppá almenna kynningu á Horizon2020 sem er rannsóknaráætlun Evrópusambandsins.

Lesa meira

10.11.2015 : Átak í starfsmenntun

Miðvikudaginn 25. nóvember 2015 munu Menntamálastofnun og Rannís standa að fundi undir yfirskriftinni: Átak í starfsmenntun  - starfsgreinaráðin, skólarnir og stoðkerfið. Fundurinn verður haldinn í Hvammi, Grand hótel, Reykjavík.

Lesa meira

10.11.2015 : SME week - ráðstefna um frumkvöðla og fjármagn

Nýsköpunarmiðstöð Íslands, Íslandsstofa, Rannís, Hátækni- og sprotavettvangur, Samtök iðnaðarins og Nýsköpunarsjóður standa fyrir sameiginlegri ráðstefnu um frumkvöðla og fjármagn í tilefni European SME Week. Ráðstefnan verður haldin á Hilton Reykjavík Nordica, þann 24. nóvember kl. 9-12.

Lesa meira

10.11.2015 : Auglýst eftir forumsóknum: Öndvegissetur innan norrænu áætlunarinnar um lífhagkerfið

Nordforsk auglýsir eftir umsóknum í tveimur þrepum um norræn öndvegissetur innan norrænu áætlunarinnar um lífhagkerfið. Stefnt er að því að styrkja þrjú öndvegissetur um 90 milljónir norskra króna. Umsóknarfrestur fyrir fyrra þrepið er 16. mars 2016.

Lesa meira

4.11.2015 : Kynning á orkuáætlun Horizon 2020

Fimmtudaginn 19. nóvember nk. stendur Rannís í samstarfi við Iceland Geothermal og GEORG fyrir kynningarfundi um nýja Orkuáætlun Horizon 2020. Farið verður yfir Horizon 2020 og þær rannsóknaáherslur sem finna má í nýrri áætlun fyrir árin 2016-2017. Einnig verða ný íslensk orkuverkefni kynnt sem fjármögnuð eru af áætluninni.

Lesa meira

30.10.2015 : Þriðja úthlutun úr Æskulýðssjóði 2015

Stjórn Æskulýðssjóðs hefur úthlutað til níu verkefna rúmlega tveimur milljónum króna í þriðju úthlutun sjóðsins fyrir árið 2015. Alls bárust sjóðnum 41 umsókn um styrk að upphæð rúmlega 21 milljón.

Lesa meira
Merki gæðaráðs

22.10.2015 : Ráðstefna um gæði í lykilþáttum háskólastarfs

Gæðaráð íslenskra háskóla býður til ráðstefnu um gæði í lykilþáttum háskólastarfs 10. nóv. nk. Ráðstefnan markar lok fyrstu umferðar rammaáætlunar um eflingu gæða á sviði háskólamenntunar á Íslandi. Einnig verða á ráðstefnunni kynnt drög sem nú eru í undirbúningi að næstu rammaáætlun.

Lesa meira
Glaðlegt ungt fólk

22.10.2015 : Umsóknarfrestir fyrir Erasmus+ 2016

Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins hefur tilkynnt að umsóknarfrestur fyrir náms- og þjálfunarhluta (K-1) Erasmus+ verði 2. febrúar 2016. Umsóknarfrestur fyrir fjölþjóðleg samstarfsverkefni Erasmus+ (K-2) verður hins vegar 31. mars 2016.

Lesa meira

16.10.2015 : Styrkir úr Tónlistarsjóði 2016

Rannís auglýsir eftir styrkumsóknum úr tónlistarsjóði til verkefna sem efnt verður til á tímabilinu 1. janúar til 30. júní 2016.  Umsóknarfrestur rennur út 16. nóvember 2015 kl. 17:00.

Lesa meira

15.10.2015 : Færni til framtíðar – mótun starfsferils

Föstudaginn 30. október 2015 verður haldin ráðstefna á Grand Hótel Reykjavík kl. 08:30 – 13:00 þar sem meginumfjöllunarefnið er færni í þróun eigin starfsferils (Career Management Skills).

Lesa meira

15.10.2015 : Málstofa um ferskvatn á Arctic Circle

Málstofan „Arctic Freshwater Resource Dynamics and Socio-environmental Challenges under a Changing Climate” verður haldin laugardaginn 17. október nk. kl. 15:30-17:00 á alþjóðlegu ráðstefnunni Arctic Circle 2015 sem fram fer í Hörpu, Reykjavík.

Lesa meira

15.10.2015 : Afgreiðsla Rannís lokuð!

Vegna allsherjaverkfalls SFR þá verður afgreiðsla Rannís lokuð frá og með fimmtudeginum 15. október til og  með þriðjudeginum 20. október. Viðskiptavinum stofnunarinnar er bent á að hægt er að hringja beint í starfsmenn Rannís. 

Símanúmer og netföng starfsmanna Rannís

13.10.2015 : Kynningarfundur um rannsóknaáherslur í heilbrigðisvísindum í H2020

Miðvikudaginn 21. október nk. stendur Rannís fyrir kynningarfundi undir yfirskriftinni Societal Challenges , Health, Demographic Change and Wellbeing um rannsóknaáherslur í heilbrigðisvísindum 2016-2017 í Horizon 2020. Aðgangur ókeypis en vinsamlegast skráið þáttttöku.

Lesa meira

12.10.2015 : Styrkir úr Æskulýðssjóði

Rannís auglýsir eftir umsóknum um styrki úr Æskulýðssjóði. Umsóknarfrestur er til og með mánudeginum 2. nóvember 2015 kl. 17:00. 

Lesa meira
Mynd af verkefnisstjórum

8.10.2015 : Skrifað undir samninga við 13 skóla upp á tæpar 50 milljónir króna

Það var kátt á hjalla í Borgartúninu þriðjudaginn 6. október þegar forsvarsmenn nýrra Erasmus+ samstarfsverkefna í leik-, grunn- og framhaldsskólum mættu til að skrifa undir samninga við Landskrifstofu Erasmus+ á Íslandi. Styrkupphæðinni, rúmlega 300 þúsund evra var úthlutað til 13 skóla víðs vegar um land. 

Lesa meira

6.10.2015 : Marie Curie - Innovative Training Networks (ITN): Hvernig á að skrifa árangursríka umsókn?

Þriðjudaginn 27. október nk. stendur Rannís í samvinnu við ráðgjafahópinn Yellow Research fyrir vinnustofu um hvernig á að skrifa árangursríka umsókn í Innovative Training Networks (ITN) hluta Marie Curie áætlunarinnar.

Lesa meira
Merki fyrir EES styrki

5.10.2015 : Opnir umsóknarfrestir í Uppbyggingarsjóð EES

Vakin er athygli á umsóknafrestum í verkefni sem styrkt eru af Uppbyggingarsjóði EES.  Íslendingar geta ekki sótt beint í sjóðinn heldur verða þeir að leita samstarfs við umsækjendur í viðkomandi landi.

Lesa meira

2.10.2015 : Fræðslufundur um hugverkarétt í H2020

Miðvikudaginn 11. nóvember stendur Rannís fyrir fræðslufundi um hugverkarétt í verkefnum sem styrkt eru af H2020, samstarfsáætlun Evrópusambandsins. Fundurinn verður haldinn á 6. hæð, Borgartúni 30, kl. 9:15-13.00.

Lesa meira

29.9.2015 : Tækifæri fyrir konur í frumkvöðlastarfi

Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins auglýsir í þriðja sinn eftir umsóknum vegna EU Prize for Women Innovators. Markmiðið með þessum verðlaunum er styðja við konur í frumkvöðlastarfi og hvetja aðrar konur til að fylgja í fótspor þeirra.

Lesa meira

Þetta vefsvæði byggir á Eplica