Fréttir: 2017

21.12.2017 : MEDIA: Úthlutanir ársins 2017

Árið 2017 var gjöfult ár fyrir íslensk kvikmyndafyrirtæki. Enn og aftur er nýtt met slegið í úthlutunum til íslenskra fyrirtækja í hljóðmyndræna geiranum. Úthlutað var ríflega 1,1 milljón evra eða um 134 milljónum íslenskra króna til íslenskra umsækjenda. Í fyrsta skipti fengu tvær íslenskar spennuþáttaraðir styrki samtímis, sem er frábær árangur og ber vitni um færni okkar fagfólks.

Lesa meira

21.12.2017 : Menning: Úthlutanir ársins 2017

Í menningarhluta Creative Europe eru ÚTÓN – Útflutningsskrifstofa íslenskrar tónlistar og Nýsköpunarmiðstöð Íslands þátttakendur í tveimur evrópskum samstarfshópum og Iceland Airwaves tekur þátt í samstarfs­verkefninu Keychange.

Lesa meira

20.12.2017 : Úthlutun úr vinnustaðanámssjóði 2017

Mennta- og menningarmálaráðuneytið hefur að tillögu stjórnar úthlutað styrkvilyrðum til vinnustaðanáms fyrir árið 2017

Lesa meira

19.12.2017 : Seinni úthlutun Æskulýðssjóðs 2017

Stjórn Æskulýðssjóðs ákvað á fundi sínum að leggja til við ráðherra að úthluta ellefu verkefnum alls 4.560.000 í seinni úthlutun sjóðsins fyrir árið 2017.

Lesa meira
Merki Tækniþróunarsjóðs

18.12.2017 : Styrkúthlutun Tækniþróunarsjóðs haust 2017

Á haustmisseri hefur stjórn Tækniþróunarsjóðs samþykkt að bjóða fulltrúum 32 fyrirtækja til samninga um verkefnisstyrki fyrir allt að fimm hundruð og tíu milljónum króna. Haft verður samband við verkefnisstjóra þessara verkefna og þeir boðaðir til samningafundar.*

Lesa meira

15.12.2017 : Kynningarfundur um nýja rannsóknaráætlun Horizon 2020 í orkumálum

Þriðjudaginn 9. janúar stendur Rannís í samvinnu við GEORG og Iceland Geothermal fyrir kynningarfundi um nýja rannsóknaráætlun Horizon 2020 í orkumálum, „Secure, Clean and Efficient Energy“. Áætlunin gildir frá 2018 til 2020. Á fundinum verður farið yfir áætlunina í heild sinni með sérstakri áherslu á þátt jarðvarma. 

Lesa meira

8.12.2017 : Kynningar­fundur heil­brigðis­hluta Horizon 2020

Kynningarfundur heilbrigðishluta Horizon 2020 (Societal Challenge 1 - Health, Demographic Change and Wellbeing) verður haldinn fimmtudaginn 14. desember kl. 10–12.

Lesa meira

27.11.2017 : Kynningarfundi um nýja orkuáætlun Horizon2020 frestað

Vegna óviðráðanlegra aðstæðna hefur verið ákveðið að fresta kynningarfundi um nýja orkuáætlun Horizon2020 sem til stóð að halda miðvikudaginn 29. nóvember nk. 

Lesa meira

17.11.2017 : Málstofa í tilefni Evrópsku starfs­mennta­vikunnar 2017

Þann 23. nóvember verður haldin spennandi málstofa um starfsmenntun í tilefni Evrópsku starfsmenntavikunnar 2017. Málstofan fer fram í IÐUNNI fræðslusetri, Vatnagörðum 20, Reykjavík frá kl. 15-17. 

Lesa meira
Fólk á fyrirlestri

17.11.2017 : Styrkir til að halda norrænar vinnu­smiðjur í hug- og félags­vísindum

Opnað verður fyrir umsóknir hjá NOS-HS 24. janúar 2018 vegna styrkja til að halda vinnusmiðjur (workshops).

Lesa meira

15.11.2017 : Hugbúnaðarsérfræðingur

Hugbúnaðarsérfræðingur óskast í fullt starf hjá Rannís. Starfið felst í verkefnastjórnun ásamt hugbúnaðargerð og umsjón með umsókna- og upplýsingakerfi fyrir Rannís.

Lesa meira

14.11.2017 : Ný Orkuáætlun Horizon2020, 2018-2020

Miðvikudaginn 29. nóvember stendur Rannís í samvinnu við GEORG og Iceland Geothermal fyrir kynningarfundi um nýja rannsóknaráætlun Horizon 2020 í orkumálum, „Secure, Clean and Efficient Energy“. Á fundinum verður farið yfir áætlunina í heild sinni með sérstakri áherslu á þátt jarðvarma. 

Lesa meira

10.11.2017 : Hljóðritasjóður seinni úthlutun 2017

Mennta- og menningarmálaráðherra hefur samþykkt tillögu stjórnar Hljóðritasjóðs um seinni úthlutun úr sjóðnum 2017.

Lesa meira

8.11.2017 : LungA hlýtur heiðurs­viður­kenningu Erasmus+

Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, veitti LungA – Listahátíð ungs fólks á Austurlandi, heiðursviðurkenningu við hátíðlega athöfn á afmælishátíð Erasmus+ sem fram fór í Hörpu í dag. Björt Sigfinnsdóttir, framkvæmdastjóri LungA, og Aðalheiður Borgþórsdóttir, einn af stofnendum LungA, tóku við viðurkenningunni.

Lesa meira

8.11.2017 : Er sjálfsmat ekki sjálfsagt? -málstofa um gott verklag við sjálfsmat á vegum ráð­gjafar­nefndar gæðaráðs

Ráðgjafarnefnd gæðaráðs býður til málstofu um gott verklag í sjálfsmati faglegra eininga. Út er komin handbók gæðaráðs um eflingu gæða í íslenskum háskólum. Fyrir liggur að á næstu árum muni háskólarnir takast á hendur ítarlegt sjálfsmat faglegra eininga sinna auk þess sem þeir fara í ytra mat.

Lesa meira

7.11.2017 : Úthlutun úr Mál­tækni­sjóði árið 2017

Stjórn Máltæknisjóðs ákvað á fundi sínum 24. október sl. að styrkja fjögur verkefni á sviði máltækni um alls 38.613.000 kr. í úthlutun sjóðsins fyrir árið 2017, en það er aukning um 10 millj. kr. frá síðasta styrkári. Alls bárust níu umsóknir um styrk.

Lesa meira

2.11.2017 : Kynningarfundur um Nordplus norrænu menntaáætlunina

Kynningarfundur um Nordplus norrænu menntaáætlunina verður haldinn fimmtudaginn 16. nóvember á Hótel KEA, Akureyri, kl. 12:00 – 13:00. Farið verður yfir Nordplus áætlunina og þær breytingar sem verða á nýrri áætlun fyrir árin 2018-2022.

Lesa meira

31.10.2017 : Afturköllun á úthlutun í Hljóðritasjóð

Rannís harmar þau mistök sem áttu sér stað við útsendingu á svörum til umsækjenda í Hljóðritasjóð þann 30. október sl.

Lesa meira

30.10.2017 : 30 ára afmælishátíð og afhending gæðaviðurkenninga Erasmus+

Erasmus+ fagnar 30 ára afmæli í ár. Til að fagna tímamótunum býður Landskrifstofa Erasmus+ á Íslandi til afmælishátíðar í Hörpu miðvikudaginn 8. nóvember nk.

Lesa meira

27.10.2017 : Erasmus+ umsóknarfrestir 2018

Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins hefur auglýst umsóknarfresti í Erasmus+ áætluninni fyrir árið 2018.  

Lesa meira
Horizon 2020 lógó

27.10.2017 : Vinnuáætlunum Horizon 2020 fyrir árin 2018-2020 hefur formlega verið hleypt af stokkunum

Vinnuáætlunum Horizon 2020 fyrir árin 2018-2020 var formlega hleypt af stokkunum í dag og er áætlað að um 30 milljörðum evra verði útdeilt til rannsókna og nýsköpunar síðustu þrjú starfsár áætlunarinnar.

Lesa meira

24.10.2017 : Námskeið um náms- og starfsráðgjöf í atvinnulífinu

Vel heppnað námskeið um náms- og starfsráðgjöf í atvinnulífinu var haldið 19. og 20. október sl. Að námskeiðinu stóðu EPALE , vefgátt í fullorðinsfræðslu og Evrópu­miðstöð náms- og starfsráð­gjafar, sem eru verkefni í umsjá Rannís, sem og Fræðslu­miðstöð atvinnu­lífsinsNorræna samstarfs­netið um menntun fullorðinna (NVL) og Fræðslu­setrið Starfsmennt.

Lesa meira

23.10.2017 : Kynningarfundur um Nordplus norrænu menntaáætlunina

Kynningarfundur um Nordplus norrænu menntaáætlunina verður haldinn 1. nóvember í Veröld, Húsi Vigdísar Finnbogadóttur hjá Háskóla Íslands, kl. 15:30 – 17:30. Farið verður yfir Nordplus áætlunina og þær breytingar sem verða á nýrri áætlun fyrir árin 2018-2022.

Lesa meira
Horizon 2020 lógó

20.10.2017 : Áhrifamatsskýrsla um SME áætlun Horizon 2020

Út er komin áhrifamatsskýrsla um SME áætlun Horizon 2020 (The SME Instrument), en hlutverk hennar er að veita litlum og meðalstórum fyrirtækjum styrki til nýsköpunar.

Lesa meira

20.10.2017 : Auglýst eftir umsóknum um styrki til námskeiða í íslensku

Rannís auglýsir eftir umsóknum um styrki til námskeiða í íslensku sem eru ekki hluti af almennu námi á grunn- eða framhaldsskólastigi. Áformað er að verja allt að 120 m.kr. til íslenskukennslu útlendinga árið 2018*. Umsóknarfrestur er til 5. desember 2017, kl. 16:00.

Lesa meira

13.10.2017 : Mikill áhugi á frumkvöðla- og nýsköpunarmennt

Mánudaginn 9. október sl. stóð Rannís fyrir málstofu um frumkvöðla- og nýsköpunarmennt. Tilefnið var koma þriggja sérfræðinga frá Eistlandi sem áhuga höfðu á að hitta íslenska starfsfélaga.

Lesa meira

6.10.2017 : Kynning á EURAXESS samstarfs­netinu og rannsókna­umhverfinu í Kína

Föstudaginn 13. október nk. verður haldin kynning á EURAXESS samstarfsnetinu. Farið verður yfir skipulag og þjónustu Euraxess á Íslandi og þann stuðning sem veittur er rannsakendum sem hafa áhuga á að starfa í öðru landi. 

Lesa meira
Horizon 2020 lógó

4.10.2017 : Vinnuáætlanir Horizon 2020 fyrir árin 2018-2020

Horizon 2020 er stærsta rannsóknaráætlun ESB. Áætlunin fjármagnar rannsóknir og nýsköpun á öllum sviðum vísinda og fræða og nær til áranna 2014-2020.

Lesa meira

2.10.2017 : Styrkir úr Tónlistarsjóði 2017

Rannís auglýsir eftir styrkumsóknum úr Tónlistarsjóði til verkefna sem efnt verður til á tímabilinu 1. janúar til 30. júní 2018.

Lesa meira

20.9.2017 : Málstofa um frumkvöðla- og nýsköpunarmennt

Rannís býður til opinnar málstofu um frumkvöðla- og nýsköpunarmennt, mánudaginn 9. október kl. 13:00-17:00, í sal Samiðnar, Borgartúni 30, 6. hæð. 

Lesa meira
Horizon 2020 lógó

19.9.2017 : Námskeið um fjármál og uppgjörsreglur í Horizon 2020 rannsókna- og nýsköpunaráætlun ESB

Miðvikudaginn 18. október stendur Rannís, í samstarfi við Félag rannsóknastjóra á Íslandi, fyrir heilsdags námskeiði um fjármál og uppgjörsreglur í Horizon 2020 .

Lesa meira

13.9.2017 : Rannsóknaþing 2017 og afhending Hvatningarverðlauna Vísinda- og tækniráðs

Rannsóknaþing 2017 verður haldið fimmtudaginn 21. september á Grand Hótel Reykjavík undir yfirskriftinni Heimur örra breytinga. 

Lesa meira

12.9.2017 : Auglýst er eftir umsóknum í Æskulýðssjóð

Rannís auglýsir eftir umsóknum um styrki úr Æskulýðssjóði til verkefna sem tengjast tilgangi sjóðsins. Umsóknarfrestur rennur út mánudaginn 16. október 2017 kl.16.00.

Lesa meira
HERA lógó

12.9.2017 : Opnað hefur verið fyrir umsóknir í HERA (evrópskt rannsóknarnet hugvísinda)

Um er að ræða þriggja ára rannsóknarsamstarf Evrópulanda á sviði hugvísinda. Þessi auglýsing eftir umsóknum ber yfirskriftina „Public Spaces: Culture and Integration in Europe“ og skulu rannsóknirnar falla að því efni. 

Lesa meira

8.9.2017 : Vel heppnaður fræðslufundur með Gill Wells

Félag rannsóknastjóra á Íslandi og Rannís héldu fræðslufund þann 5. september sl. með Gill Wells yfirmanni Evrópu- og stefnumótunar­skrifstofu Rannsóknaþjónustu Oxford-háskóla. Var fundurinn haldinn í höfuðstövum MATÍS, að Vínlandsleið 12. 

Lesa meira

6.9.2017 : Fimm Slóvenar og einn Letti í starfsheimsókn hjá Rannís

Í síðustu viku fékk Rannís góða heimsókn frá Slóveníu og Lettlandi. Frá Slóveníu komu fimm starfsmenn Euroguidance, Europass og EQF-NCP verkefna, en Rannís hefur umsjón með þessum verkefnum á Íslandi, og frá Lettlandi kom einn náms- og starfsráðgjafi.

Lesa meira

5.9.2017 : Undirbúningsstyrkir í Nordplus – umsóknarfrestur er 2. október 2017

Opnað hefur verið fyrir umsóknir um undirbúningsstyrki í Nordplus Junior, leik- grunn- og framhaldsskólastig, Nordplus Voksen, fullorðinsfræðsla og Nordplus Sprog, tungumál.

Lesa meira

1.9.2017 : Úthlutun styrkja í flokki fjölþjóðlegra samstarfsverkefna Erasmus+ árið 2017

Rannís hefur úthlutað rúmlega 2,6 m.evra, eða um 325 m.kr., til 34 fjölþjóðlegra samstarfsverkefna úr menntahluta Erasmus+. Hæsta styrkinn hlaut Framhaldsskólinn í Austur-Skaftafellssýslu, rúmar 46 m.kr. fyrir verkefnið ADVENT -Adventure tourism in vocational education and training (Starfendanám í afþreyingarferðaþjónustu).

Lesa meira

1.9.2017 : Auglýst eftir umsóknum um gestafyrirlesara- og ráðstefnustyrki

SEF (Samstarfsnefnd um endurmenntun framhaldsskólakennara) auglýsir eftir umsóknum um gestafyrirlesara- og ráðstefnustyrki. Umsóknarfrestur er 10. október 2017, kl. 16:00.

Lesa meira









Þetta vefsvæði byggir á Eplica