Fréttir

20.3.2017 : Auglýst er eftir umsóknum um styrki úr Rannsóknasjóði Sigrúnar Ástrósar Sigurðardóttur og Haralds Sigurðssonar

Umsóknarfrestur er 2. maí 2017 kl. 16:00. Markmið sjóðsins er að veita styrki til eflingar rannsókna á korta- og landfræðisögu Íslands og íslenskri bókfræði og stuðla að útgáfu rita um þau efni.

Lesa meira
þ22

16.3.2017 : Fyrri úthlutun Æskulýðssjóðs árið 2017

Stjórn Æskulýðssjóðs ákvað á fundi sínum 22. febrúar sl. að leggja til við ráðherra að úthluta þrettán verkefnum alls 4.765.000 í fyrri úthlutun sjóðsins fyrir árið 2017.

Lesa meira

3.3.2017 : Fyrri úthlutun úr Tónlistarsjóði 2017

Menntamálaráðherra hefur samþykkt tillögu tónlistarráðs um úthlutun úr Tónlistarsjóði fyrir fyrra tímabil 1. janúar til 1. júlí 2017.

Lesa meira

3.3.2017 : Úthlutun úr Íþróttasjóði 2017

Íþróttanefnd bárust alls 213 umsóknir að upphæð rúmlega 196 m. kr. um styrki úr Íþróttasjóði vegna ársins 2017. 

Lesa meira

22.2.2017 : Úthlutun styrkja til íslenskukennslu fyrir útlendinga 2017

Mennta- og menningarmálaráðuneyti hefur úthlutað styrkjum til íslenskukennslu fyrir útlendinga á árinu 2017.

Lesa meira

21.2.2017 : Óskað er eftir tilnefningum til Hvatningar­verðlauna Vísinda- og tækniráðs 2017

Hvatningarverðlaun Vísinda- og tækniráðs eru árlega veitt vísindamanni sem snemma á ferlinum þykir hafa skarað fram úr og skapað væntingar um framlag í vísindastarfi sem styrki stoðir mannlífs á Íslandi.

Lesa meira

21.2.2017 : Vefstofa fyrir umsækjendur Samstarfsverkefna Erasmus+

SPURNINGAR OG SVÖR vegna undirbúnings verkefnisumsókna Samstarfs­verkefna Erasmus+

Lesa meira

20.2.2017 : Fimmta Norræna-kínverska norðurslóða­ráðstefnan

Vakin er athygli á því að fimmta Norræna-kínverska norðurslóða­ráðstefnan verður haldin við Dailian Maritime University í Kína 24.-26. maí nk.

Lesa meira

20.2.2017 : Ráðstefna í tilefni útgáfu nýrrar handbókar um eflingu gæða í íslenskum háskólum

Gæðaráð íslenskra háskóla býður til ráðstefnu í hátíðarsal Háskóla Íslands, þriðjudaginn 14. mars kl. 13:30 - 16:00.

Lesa meira

20.2.2017 : Rannís auglýsir eftir umsóknum um starfslaun í Starfslaunasjóð sjálfstætt starfandi fræðimanna

Rétt til að sækja um laun úr sjóðnum hafa höfundar fræðirita, fræðigreina, handbóka, orðabóka og viðamikils upplýsingaefnis á íslensku.

Lesa meira

17.2.2017 : Rannís auglýsir eftir umsóknum um styrki úr Innviðasjóði

Rannís auglýsir eftir umsóknum um styrki úr Innviðasjóði, en hlutverk sjóðsins er að byggja upp rannsóknainnviði á Íslandi. Umsóknarfrestur er til 3. apríl 2017, kl. 16:00.

Lesa meira

17.2.2017 : Tækniþróunarsjóður hefur opnað fyrir umsóknir í styrktarflokknum Fræ

Fræið hefur það að markmiði að styðja við hugmyndir og verkefni á frumstigi sem getur leitt af sér stærra þróunarverkefni.

Lesa meira

16.2.2017 : Auglýst eftir umsóknum í miðstýrð Erasmus+ verkefni í flokknum KA2

Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins hefur auglýst umsóknarfresti miðstýrðra Erasmus+ verkefna í flokki KA2 á sviði nýsköpunar- og frumkvöðlaverkefna milli mennta- og þjálfunarstofnana, starfsgreina og atvinnulífs.

Lesa meira

9.2.2017 : Kynningarfundur um COST – 45 ár af farsælu vísindasamstarfi

Rannís og upplýsingaskrifstofa COST í Brussel, bjóða áhugasömum upp á kynningarfund um COST í Borgartúni 30, fundarsal 6. hæð, föstudaginn 24. febrúar nk. kl. 10:00 - 12:30. Sjá nánar um COST verkefni.

Lesa meira

8.2.2017 : Erasmus+ ráðstefna um mikilvægi tölvufærni á vinnumarkaði

Landskrifstofa Erasmus+ mennta- og æskulýðsáætlunar ESB á Íslandi auglýsir eftir þátttakendum á þematíska ráðstefnu á sviði skóla og starfsmenntunar í Riga í Lettlandi þann 23. mars nk.

Lesa meira
Mynd af gestum frá króatíu

7.2.2017 : Heimsókn frá Króatíu

Króatískur vinnuhópur um menntun alla ævi er í fróðleiksferð um íslenskar menntastofnanir um þessar mundir. Hópurinn hitti starfsmenn Rannís þann 6. febrúar og var þá skipst á fróðleik um menntamál, þá sérstaklega fullorðinsfræðslu.

Lesa meira
NordForsk logo

6.2.2017 : Styrkir til samstarfs í rannsóknum á heilsu og velferð á Norður ­löndunum

Auglýst er eftir umsóknum í rannsóknaráætlun NordForsk um heilsu og velferð (Nordic Graduate Education Courses within register-based research).

Lesa meira

4.2.2017 : Rannís auglýsir eftir styrkumsóknum í Hljóðritasjóð

Hlutverk Hljóðritasjóðs er að efla hljóðritun á íslenskri tónlist. Veittir eru styrkir til að taka upp nýja, frumsamda íslenska tónlist og þannig er stutt við nýsköpun hennar.

Lesa meira

2.2.2017 : Námskeið í gerð Nordplus umsókna

Starfsfólk Nordplus verður með námskeið fyrir umsækjendur þriðjudaginn
7. febrúar nk. kl 15:30 - 17:00 í húsakynnum Rannís, Borgartúni 30.

Lesa meira

31.1.2017 : Sölvi Rögnvaldsson hlýtur Nýsköpunar­verðlaun forseta Íslands 2017

Nýsköpunarverðlaun forseta Íslands voru afhent við hátíðlega athöfn á Bessastöðum í dag. Sölvi Rögnvaldsson, BS-nemi í hagnýttri stærðfræði við Háskóla Íslands, hlaut verðlaunin fyrir verkefnið Áhættureiknir við meðhöndlun sjúklinga með mergæxli. 

Lesa meira

26.1.2017 : Erasmus+ fagnar 30 ára afmæli í ár

Erasmus+ mennta-, æskulýðs- og íþróttaáætlun ESB fagnar 30 ára afmæli í ár. Yfir 9 milljónir Evrópubúa hafa notið stuðnings frá áætluninni og eru Íslendingar þar ekki undanskildir. Á því 25 ára tímabili sem Íslendingar hafa tekið þátt í samstarfinu hafa íslenskir þátttakendur verið um 28.700 talsins.

Lesa meira

26.1.2017 : Tvö sprotafyrirtæki fá öndvegisstyrk Tækniþróunarsjóðs

Í samræmi við nýja stefnumótun Tækniþróunarsjóðs hefur stjórn sjóðsins ákveðið að úthluta tveimur sprotafyrirtækjum úr flokknum Sprettur öndvegisstyrk upp á 70 m. kr.

Lesa meira

25.1.2017 : Kynningar á Evrópuverkefnum

Kynning á tækifærum og styrkjum í Evrópusamstarfi fór fram í Háskólanum í Reykjavík og Háskóla Íslands þann 24. janúar. Frá Rannís voru kynntar áætlanirnar Horizon 2020, Erasmus+, Creative Europe og verkefnin eTwinning, Europass og Upplýsingastofa um nám erlendis.

Lesa meira

20.1.2017 : Kynning á styrkjum Tækni­þróunar­sjóðs

Samtök iðnaðarins boða til kynningarfundar með Tækniþróunarsjóði mánudaginn 23. janúar kl. 15.00-16.30. Fundurinn fer fram í Húsi atvinnulífsins, Borgartúni 35 á 1. hæð í Kviku. 

Lesa meira

20.1.2017 : Kynning á tækifærum og styrkjum í Evrópusamstarfi

Þriðjudaginn 24. janúar nk. munu fulltrúar evrópskra samstarfs­áætlana og þjónustu­skrifstofa ásamt sendinefnd ESB kynna styrki og samstarfs­möguleika í Evrópu­samstarfi. Kynningin verður haldin kl. 11:00-13:00 í Háskólanum í Reykjavík, í miðrými sem kallað er Sól, og kl. 14:00-16:00 í Háskóla Íslands, á Háskólatorgi.

Lesa meira

16.1.2017 : Úthlutun úr Rannsóknasjóði styrkárið 2017

Stjórn Rannsóknasjóðs hefur lokið við úthlutun til nýrra rannsókna­verkefna fyrir árið 2017. Alls bárust 302 umsóknir í Rannsókna­sjóð að þessu sinni og voru 65 þeirra styrktar eða 22% umsókna.

Lesa meira

13.1.2017 : Nýsköpunarverðlaun forseta Íslands 2017

Nýsköpunarverðlaunforseta Íslands verða afhent við hátíðlega athöfn á Bessastöðum, þriðjudaginn 31. janúar nk. Verðlaunin eru veitt þeim námsmönnum sem hafa unnið framúrskarandi starf við úrlausn verkefna sem styrkt voru af Nýsköpunarsjóði námsmanna sl. sumar. 

Lesa meira
Ungt brosandi fólks

12.1.2017 : Rannís auglýsir eftir umsóknum um styrki úr Æskulýðssjóði

Umsóknarfrestur er 15. febrúar 2017. Hlutverk sjóðsins er að styrkja vekefni á vegum æskulýðssfélaga og æskulýðssamtaka.

Lesa meira
Mynd sem sýnir leikhússal

10.1.2017 : Styrkir til atvinnuleikhópa fyrir árið 2017

Mennta- og menningarmálaráðherra hefur samþykkt tillögu leiklistarráðs um styrki til atvinnuleikhópa fyrir árið 2017. Alls bárust 95 umsóknir frá 83 atvinnuleikhópum og sótt var um ríflega 587 milljónir. 

Lesa meira

9.1.2017 : Kynningarfundur um tækifæri og styrki í Erasmus+

Föstudaginn 13. janúar verður haldinn kynningarfundur í húsakynnum Rannís um styrkjamöguleika innan menntahluta Erasmus+. Kynningin er ætluð þeim sem ekki hafa reynslu af þátttöku.

Lesa meira

9.1.2017 : Frádráttarheimild fyrir erlenda sérfræðinga sem ráðnir eru til starfa hér á landi

Með lögum nr. 79/2016 var lögfest frádráttarheimild við álagningu tekjuskatts fyrir erlenda sérfræðinga sem eru ráðnir til starfa hér á landi vegna sérþekkingar sinnar og reynslu. 

Lesa meira
Auglýsingum umsóknafrest í Tækniþróunarsjóð

9.1.2017 : Styrkir til nýsköpunar

Rannís auglýsir eftir umsóknum í Tækniþróunarsjóð. Umsóknarfrestur er til 15. febrúar 2017, kl. 16:00

Lesa meira

6.1.2017 : Úthlutun listamannalauna 2017

Úthlutunarnefndir listamannalauna hafa lokið störfum vegna úthlutana listamannalauna árið 2017. Þær starfa skv. lögum (57/2009) og reglugerð (834/2009) um listamannalaun, þar sem kveðið er á um að allar umsóknir fái sanngjarna umfjöllun.

Lesa meira

6.1.2017 : Nýsköpun er orðin fjórða stoðin

Hallgrímur Jónasson, forstöðumaður Rannís, segist í viðtali við Morgunblaðið, vera ánægður með þróun undanfarinna ára í íslensku sprota- og nýsköpunarstarfi.

Lesa meira

6.1.2017 : Rannís auglýsir eftir umsóknum í Nýsköpunarsjóð námsmanna

Umsóknarfrestur er til 10. febrúar 2017 kl. 16:00.

Lesa meira

5.1.2017 : Rannís auglýsir eftir styrkumsóknum í Nordplus

Nordplus, menntaáætlun Norrænu ráðherranefndarinnar, býður kennurum og öðrum sem starfa við menntamál að sækja um styrki í áætlunina. Heildarupphæð styrkja til úthlutunar er um 9 milljónir evra (tæplega 1,4 milljarður íslenskra króna).

Lesa meira

4.1.2017 : Samferða í 30 ár!

Árið 2017 fagnar Erasmus+ áætlunin 30 ára afmæli. Fjöldi fólks á Íslandi hefur fengið styrk úr áætluninni til að ferðast, stunda nám og öðlast reynslu og færni á erlendri grundu.

Lesa meira

Þetta vefsvæði byggir á Eplica